Það var fallegur mánudagur, nýbúið að vera mánaðarmót og með 100 þúsund kall, nýbúið að fá útborgað helt ég með bros á vor í leiðangur, í leit að magnara.
Allavega, ég fann enga nýja magnara sem ég fílaði. Flest var 20-40 rusl á 80 þús kall.
En það sem ég vill helst fyrir utan marshall jcm 800 eða 900 (sem er hætt að framleiða) er Fender Twin reverb.
Svo ég fór í Hljóðfærahúsið og spurði hvað hann kostaði. Og þeir selja hann á 185.000 kall !!!
Þannig að ég fór heim og fann heimasíðu sem selur hljóðfæri og sendir um allan heim. Ég fann magnarann á ca: 800 dollara og ég sendi gæjanum e-mail um sendingarkostnað og sendi svo tollstjóra e-mail aukagjöld og ég fékk út: 92.000 krónur það er með sendingarkostnaði, vsk, tolli og eitthvað. Ég ætla að panta hann í gegnum netið og Hljóðfærahúsið má hoppa upp í rassgatið á sér með 185.000. Hvernig í andskotanum fá þeir út 60% álaggningu.
Ef hljóðfæri fara ekki að lækka hér við land mund eftirspurininn minnka og framboð jafnframt hækka sem leiðir til þess að hljóðfæraverslanir fara á hausinn.
Þannig ég hvet alla að versla í gengum netið t.d. www.music123.com sem er frábær. Verslun í gengum netið þar til verslanir lækka þessa geðveiki.
Annað dæmi er að e-bow kostar 12000 (eða var það 14000) og það kostar 5000 á www.music123.com
Viva la internet