Ég hripa þetta niður sökum forvitni:
Þannig er að ég hrífst mjög af hljómsveitinni Smashing Pumpkins. Og í framhaldi af þessari umræðu um Jimmy Page og fleiri datt mér í hug hvort þið tónlistarfróðu menn hér á bæ vilduð ekki láta ljós ykkar skína og láta álit ykkar á Billy Corgan og James Iha sem hljóðfæraleikurum flakka. Það væri einnig gaman að vita hvert álitið á þeim í geiranum væri.
Ég er svosem ekki á þeirri skoðun að B. Corgan sé einhver gítarsnillingur en mér virðist hann vera mjög fær í stúdíóinu og að sjá hann spila læv er hreinasta upplifun.
Ykkar álit þegið með þökkum!