Sælt veri fólkið
Ég er soldið forvitinn.. ég er svona gítargutlari. Bara svona partýfær þið skiljið. Málið er að mig dauðlangar að prufa að spila á bassa.. helst kassabassa. Nú hef ég ekki hundsvit á bössum.. er hægt að spila á bassa eftir hljómum.. líkt og maður gerir með gítarinn.. glamrar bara eftir hljómabókum með söngtextum eða spila menn bara eftir tabs? Ég meina er hægt að vera svona bassaglamrari hehe… skiljið þið hvað ég er að rugla?
Annars.. hvernig bassa á ég að skoða ef út í það fer? Mér finnst kassabassinn ótrúlega heillandi hljóðfæri en ég hef bara ekki hundsvit á hvað ég er að tala um..

Bestur þakkir
Sario