Mér finnst eins og rosalega margir, sérstaklega fólk sem spilar á gítar, séu á þeirri skoðun að ef maður lærir á hljóðfæri af einhverjum öðrum í tónlistarskóla þá missir maður hæfileikann til að geta samið frumleg lög og allan persónulega stíl.
Ég sé ekki afhverju það ætti að draga úr sköpun og persónlulegum stíl ef maður er í tónlistarnámi. Þeir sem eru það ekki læra hvort er á hljóðfærið sitt einhvernveginn t.d. mað að skoða bækur sem aðrir hafa skrifað eða pikka upp lög sem aðrir hafa samið og spilað inn á geisladiska eða skoða sig um á netinu. Ég skil ekki hvernig það dregur síður úr persónulegum stíl og sköpun heldur en að læra á hljóðfæri í tónlistarskóla.
Hvað finnst ykkur?
Ef þið haldið að tónlistarskólar dragi úr skapandi hugsun, hvernig rökstyðjið þið það?