Ég er búinn að vera á klassískan gítar í tvö ár langar að fara að læra á rafmagnsgítar í rock/metal braut ætlaði að reyna FÍH en mér var sagt að búið væri að leggja niður rokkbrautina þar. Vitið þið um eitthvern góðan skóla sem kennir á rafgítar í þessari braut og er með stig eða eitthverjar viðurkenningar (til meira náms í erlendum skólum.)(Ekki Gís ,þeir eru ekki með stig eða neitt álíka)
Ertu viss um að búið sé að leggja hana niður? Eru þeir þá bara að kenna jass og klassík? Hefði samt mælt með þeim.
Einnig er Stef Stef með svona braut og held að tónlystarskóli Sigursveins sé byrjaður með hana líka. Þar er allavega topp klassíkt nám. En Þorvaldur sem er í útibúinu hjá Sigursveini upp í Árbæ, er líka að kenna bæði á raf gítar og bassa. Topp kennari.
Í FÍH er braut sem ör kölluð Jazz og Rokkbraut en það er miklu meiri áhersla lögð á jazz. Þú getur lært á rafmagnsgítar í mörgum almennum tónlistarskólum. t.d. tónlistarskóla Hanfnafjarðar og tónlistarskóla Garðarbæjar og ég held líka í Mosfellsbæ. Ég veit að í tónlistarskóla Árbæjar er rokkbraut þar sem er meira segja líka rokksamspil (sem ég veit ekki til að sé í hinum skólunum sem ég nefndi. Ég var einu sinni í samspili sem átti að heita rokksamspil í FÍH og þar spiluðum við mest funk) Í öllum þessum skólum geturu tekið stig eftir því sem ég best veit.
Mig langar samt að vita afhverju þú villt endilega taka stig. Ég held að í flestum erlendum tónlistarskólum sé aðallega tekið inn eftir áheyrnarprófi kanski sumstaðar líka burtfarar (eða einleikaraprófi) sem ég held að sé bara hægt að taka í FÍH á rafmagnsgítar.
Svo geturu líka bara reynt að labba upp að einhverjum gítarleikara á Íslandi, sem þú fílar og villt læra að spila eins og, og boðið honum pening fyrir að kenna þér. Ég held að margir myndu alveg vera til í það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..