Sus stendur fyrir “suspended” sem er erfitt að þýða yfir á íslensku svo vel sé en þýðir u.þ.b. “skilinn eftir frá síðasta hljómi”.
Venjulegur dúrhljómur inniheldur grunntón (E í þessu tilfelli), dúr-þríund (Gís, G#) og fimmund (B (áður fyrr H)). Í moll hljóm er moll þríund (G) en ekki dúr.
Í sus4 hljóm kemur ferundin (A) í staðinn fyrir þríundina. Hljómurinn “hangir” og vill leysast (“resolve”) yfir í grunnhljóminn.
Einnig eru til og einkum notaðir í poppi sus2 hljómar en þá kemur tvíundin (Fís, F#) í staðinn fyrir þríundina.
Hér eru nokkur dæmi um sus4 og sus2 hljóma sem gaman er að spila. Prófaðu hvað það hljómar vill að spila venjulega dúr eða moll hljóminn á eftir. Þúsundir frægra laga byggja á þessu trixi. Taktu einkum efir því að þú getur haft aukafingur tilbúinn á bakvið ef svo má segja þannig að sus4-dúr skiptinguna má gera einfaldlega með því að lyfta litlafingri.
Esus4 Asus4 Dsus4 Asus2 Dsus2 Gsus4
e|—0——0——3——0—–0——3—-
B|—0——3——3——0—–3——1—-
G|—2——2——2——2—–2——0—-
D|—2——2——0——2—–0——0—-
A|—2——0——x——0—–x——x—-
E|—0——x——x——x—–x——3—-