Ég held það sé betra að byrja á kassagítar, þá er líka auðveldara að skipta yfir á rafmagsgítar heldur en öfugt. Annars skiptir það ekkert svo miklu, getur líka bara farið eftir hvað þú vilt spila. Það er alltaf gamana að grípa í kassann og glamra eitthvað. Með nám, þá mæli ég með GÍS (www.gitarskoli.com), þar eru fínir kennarar og maður lærir heilmikið þar. Verðið er svolítið dýrt en 12 tímar held ég að séu á 32.000 : /
Þetta er samt allveg þess virði. Ég glamraði sjálfur á kassagítarinn minn í ca. hálft ár og lærði grunninn. Svo þegar ég fór í GÍS þá þurfti kennarinn ekki að byrja að kenna mér einföldustu gripin. En þeir kenna þér bara eftir getu þinni, þú þarft semsagt ekki að fara í gegnum eitthvað sem þú ert buin að læra. Einnig getur maður lært helling á netinu, bara læra inná tab kerfið. Einnig eru síður sem að sýna öll helstu gripin (
http://www.simnet.is/taekwondo/gitar/Index.php), á þessari síðu eru þau sýnd. Svo er það bara tími og þolinmæði sem skilar árangri. Það er ótrúlega gaman þegar maður finnur að maður er orðinn betri. Svo skiptir aldurinn engu ef maður er að hafa gaman af þessu.
Vona þetta geti hjálpað þér eitthvað.