Sælir,

Er með tvær spurningar handa ykkur snillingunum. Ég er með Fender eighty five combo sem á að vera heil 60 wött rms og einn 12“ speaker, en það er pottþétt að helvítið er engin 60 wött. Það er ekki fræðilegur að nota magnarann við hliðina á trommusetti þar sem það heyrist ekkert í mér. Þannig að spurningin er, getur verið að magnarinn sé eitthvað bilaður? Eða hátalarinn? Sem lýsir sér í minni krafti. Hann soundar samt frábærlega sko!

Ekki koma með fullyrðingu um að 60 wött dugi ekki þar sem ég notaði áður 50 watta rms magnara sem var nánast tvöfalt kröftugri en þetta dót, og já líka 1X12” speaker, hann bara soundaði eins og gamalt ferðaútvarp :(

Næst vil ég fá ráðleggingar í sambandi við kaup á magnara. Er ekkert vit í combo? Hvaða watta tölu á ég að leita að? Ætti ég að leita bara að 2X12"? Hvaða feature-a verð ég að hafa í magnaranum? Er hægt að fá magnara sem er bara með einni clean rás? Er effect loop algjör nauðsyn og í hvaða kringumstæðum og hvernig notar maður slíkt? Og svo, hvaða magnara mælið þið með? :)

Ég er að spila nánast allar tegundir af tónlist, en er þó mest í gamla góða rokkinu, gnr, deep purple, led zep, hendrix, ac/dc og slíkt. Ég geri mestar kröfur til clean soundsins, það verður að vera pottþétt, effecta dótið mitt sér um rest (ef speakerinn höndlar það)

Ausið nú úr visku skálum ykkar!