Hvernig var fyrsti tíminn ykkar í hljóðfæranámi?

Ég man eftir fyrsta þverflaututímanum mínum eins og hann hafi gerst í gær… (hann var fyrir mörgum árum)

Kennarinn sýndi mér hvernig ætti að halda á flautunni og hvernig maður ætti að vera með munninn til að blása og sagði svo við mig: “Spilaðu þetta lag!” !!! Og svo var hann farinn að skamma mig fyrir að geta ekki spilað lagið alveg fullkomlega! Og ég rétt gat komið fölsku hljóði út úr þessu apparati :/ Hvað þá spilað lag!

Aftur á móti var fyrsti píanótíminn minn ekkert hræðilegur, ætli það sé ekki bara út af því að það er svo mikið þvílíkt mál að læra að ná tón út blásturshljóðfærum…

En endilega látið í ykkur heyra :)

Kv. Grímsla<br><br>
=================================================


Lífið er eins og dauðinn… bara styttra…