Þetta byggist mest á því að vera með góða mica fyrir trommurnar. þú gætir komist af með 3-4 mica á settið, þ.e. einn fyrir bassatrommu (t.d. shure beta52, Sennheiser e602, A-T atm25 eða AKG d-112) Einn fyrir sneril (shure sm57 er klassískur fyrir sneril og marga aðra hluti eins og gítarmagnara og fl.) og einn eða tveir (fyrir stereo) overhead micar sem er fyrir diskana og heildarsettið (condenser micar eru notaðir í það, dæmi: Shure sm-81, AKG C-481). Síðan er einnig hægt að mica tom-tom og floor tom en þá er maður farinn að nota upp í 8 rásir eða jafnvel meira, fer eftir settinu. En mikið af þessum micum eru nokkuð dýrir þannig að þú getur reynt þig áfram með ódýrari micum en það hefur náttúrulega áhrif á sándið (voða erfitt að ná einhverju “pro” sándi á 1000kr. mic sem mar keypti í BT eða eitthvað ;) En ég myndi mæla með að næla þér í Sm-57 mic frá Shure, það er svona industry standard í upptökum og hann kostar ekkert svaka mikið (um eða yfir 12þús. minnir mig, fæst í tónabúðinni og Hljóðfærahúsinu). Síðan er Shure líka með seríu sem kallast PG-series. Þeir eru töluvert ódýrari en Sm og betan og þeir gætu kannski verið góðir til þess að byrja með. Vona að þetta hafi eitthvað hjálpað.
Síðan geturru fiktað þig líka í upptökuforritinu með EQ og Compressorum til þess að bæta sándið sem þú færð inn frá mic og mixer.