Rickenbacker 4001 er gamla týpan af Rick, 4003 er nýrri, 4004 eru nýjustu. Þú finnur hvergi nýjan 4001, nema að það sé re-issue model, þá 4001/V eða 4001/C. Standard 4001 bassi þolir ekki roundwound strengi (Þessa venjulegu) heldur bara flatwound (Flatir, gefa mjög dimman hljóm).
Í sjálfu sér er ekki það gríðarlegur munur á þeim, en 4003 er nýrri týpa (Samt ekki frá 2003, frekar frá 1983 þó ég muni ekki nákvæmlega hvernær hún kom) og þess vegna búið að laga nokkra galla sem voru á 4001, það er bara alveg stolið úr mér hverjir þessir helstu voru í augnablikinu. Mig minnir samt að trussrodið í 4003 sé stöðugra en í hinum. Re-issue týpurnar eru mjög góðar (Og ættu að vera það, miðað við verðið á þeim) og eru eiginlega betri en standard 4003. Ég fékk einu sinni að prufa 4001/V í Tónastöðinni og hljómurinn er geðveikur. Ef þig langar að panta svona bassa þá var Samspil með umboðið, ég býst við að Hljóðfærahúsið hafi það núna fyrst þeir keyptu samspil.
4004 eru nýjustu týpurnar og ég veit mjög lítið um þá, bæði af því ég hef aldrei heyrt í þeim og vegna þess að ég hef ekkert leitað að upplýsingum um þá af því “they don't light my fire”.
4001 og síðar 4003 voru mikið notaðir í “gamla daga” meðal annars af Paul McCartney, Cliff Burton og af mjög mörgum 80's böndum í Bretlandi, svo sem Smiths og Joy Division. <br><br>Drink mate! Get the noise!
Drink mate! Get the noise!