Þegar Bubbi kom í þáttinn hjá Jóni Ólafs nú á dögunum útskýrði hann að aðferðin sem hann notar til að spila á gítar væri kölluð “flat-top-picking”. En þá hljómar það eins og það væru jafn vel tveir gítarar að spila eða gítar + bassi. Vegna þess að hann spilar bassalínuna sér og hamrar svo hljóminn. Virkilega töff aðferð.
Vitiði hvort þetta sé kennt einhverstaðar eða hvort það sé auðvelt að læra þetta sjálfur með því að kaupa sér bækur eða eitthvað í þeim dúr?