Niðurstaða síðustu könnunar sýndi glögglega að Hugurum finnst Tónabúðin vera sú besta, hún fékk 16% atkvæða, þar á eftir var Hljóðfærahúsið með 11%. Mér persónulega finnst Samspil Nótan vera sú besta en það er bara vegna þess að ég hef mestan áhuga á trommum og ég myndi segja að Samspil Nótan væri tvímælalaust verslun trommuleikarans á Íslandi. Það sem að ég var hissa á var hversu mikill munur var á milli Tónabúðarinnar og Hljóðfærahússins og að Tónabúðin skyldi fá flest atkvæða úr könnuninni, hvað finnst ykkur raunverulega um þetta ? Hvaða hljóðfæraverslun er best og hvers vegna ?
Það væri gaman að heyra ykkar álit á þessu.