Þetta er ekki alls kostar rétt hjá þér kæri Þom Jork. Standard bandarískur Telecaster, nákvæmlega eins og ég er að selja, kostar 156.000 eða 158.000 í Hljóðfærahúsinu, farðu bara og skoðaðu hann, hann hangir þar á veggnum. Verð Fender-gítaranna fer eftir framleiðslulandi og er til að mynda hægt að fá mexíkóskan Telecaster á ca. 60.000. Hvað varðar vinsældir er ég ekki viss um að mikill munur sé á Tele og Strat, hvaða máli sem það skiptir. Satt bezt að segja finnst mér ég verða meira var við Telecasterinn á PoppTíví, MTV og öllum þeim tónlistarstöðvum hvað sem þær heita, en það er samt algert aukaatriði. Verð fer ekki eftir vinsældum. Ekki veit ég hvað þér gengur til með að segja að Telecaster sé ekki jafn GÓÐUR og Stratinn!!! Hingað til hafa gæði hljóðfæra ekki verið mæld á þann hátt að taka tvö gjörólík stykki og bera þau saman. Stratocaster er fínn til síns brúks og þrælgóður gítar en er ekki notaður á sama hátt eða gerður fyrir sömu spilamennsku og Telecaster. Það eru hrein guðspjöll að segja að Telecaster sé verri en Stratocaster og öfugt. Hvað sem því líður fór ég með minn eðalgítar í Hljóðfærahúsið og RÍN, en á báðum þessum stöðum komust menn að sömu niðurstöðu um verðið. Það stendur því ennþá, en ég skoða öll tilboð.