Halló.
Ég er í talsverðum vandræðum með gítarinn minn. Ég er búinn að reyna að fá svör í Hljóðfærahúsinu í mörg ár, og fá þá til að senda út til Fender til að fá upplýsingar, en þeir gera ekkert. Þannig að ég ákvað að leita til ykkar Hugara, til að bjarga mér.
Sko, ég á ljós rauðan Fender Squire, með rosewood fret, og maple neck. Hann er mun betri en venjulegur Squire og stendur venjulegum Fender Strat. ekki að baki. En gallinn er bara sá að þessi tiltekin Squire er framleiddur í USA, en ekki Kína, Mexico eða hvar sem þeir eru framleiddir. Það stendur á headstock-inu. Fender Squire, Made in USA. Ég rek stóran Stevie Ray Vaughan( gítar/blues póstlista á e-groups, þar sem margir safnarar og atvinnutónlstarmenn eru, og enginn hefur hugmynd um hvaðan þessi kemur. Vegna þess að Squire var ekki framleiddur í USA. Getur einhver hjálpað mér í þessum vandræðum mínum. Mig langar við vita hvaðan þessi gítar kemur og hvers virði hann er. Ég er í Reykjavík, ef einhver vill skoða hann. Sendið mér bara mail á –chosan@visir.is–. Eða svarið hér. Takk fyrir. Chosan