Ég er búinn að spila á Didgeridoo í 2 ár núna og ég er ekkert kominn með leið á því. Ég mæli svosem ekki með því að fólk velji þetta hljóðfæri sem eina hljóðfærið sem það ætlar að læra á en það er engu að síður mjög gaman að kunna á það.
Persónulega fæ ég aldrei leið á þessu, en þessi ‘Vá, kannt þú á svona’ effect fjarar fljótt út. Þeas, ef þú grípur í svona í kringum fólk og spilar segja fyrst allir ‘Vá, þetta er blablbla’ en eftir 5 min eru allir farnir að grátbiðja mann um að hætta. Þannig að, ekki eyða of miklum tíma í að læra að spila á þetta ef tilgangurinn er sá að slá um sig.
Mér finnst líka miklu skemmtilegra hljóð úr alvöru teak við heldur en bambus gaurunum. Ég fann nokkra alveg rosalega góða í einhverri frumbyggjabúð í Kaupmannahöfn í fyrra. En sjálfur á ég 4 didg og 3 þeirra voru keypt á svona götuhorni. Þau eru öll drasl. Eina sem ég á sem eitthvað vit er í keypti ég í Samspil fyrir 2 árum.
Ps. Hringöndunin er VITAL. Annars ertu eins og taktlaus trommari. Þú getur svosem alveg gert hljóð og hávaða, en pointið er nokkurnveginn farið.
-Kalli