Jæja Hendrixar og Claptonar.
Getur einhver gefið upp leyndarmálið við að stilla gítarinn rétt? Ég hef lengi notast við “Fimm-banda” aðferðina, þ.e.a.s farið niður hálsinn fimm bönd og haldið inni strengnum fyrir ofan til þess að fá sándið á neðri strengnum (vonandi skilur þetta einhver), en þessi aðferð er bara ekki nógu traust vegna þess að ef maður er með falskann E-Streng(bassa) þá verða allir hinir líka falskir(Kannski ekki falskir, en ekki réttir).
Ég hef heyrt talað um sóninn í símanum og margt fleira til þess að gera þetta.
Endilega komið með uppástungur um hvernig þið stillið ykkar gítara og hjálpið mér svona fyrir útileigurnar :-)
p.s.Er ég kannski bara nýskur og ætti bara að fá mér Gítarstillitæki?