Sko ég spila á gítar, og allir reyndir gítarleikarar segja að forðast ætti að versla við Gítarinn. Í fyrstu keypti ég það ekki, en það er satt. Til dæmis:
Eyðileggjast snúrurnar þaðan strax.
Venson Wah pedalinn minn er búinn að skemmast 3svar og ég hef þurft að skila honum, og svo er ekkert Wah sound í honum.
Maxtone Metal Rocker pedalinn þar sökkar, kellingin sem afgreiðir þarna laug í mömmu og pabba að þetta værið “metallica soundið” og hún sagði að hljómsveitir notuðu hann. Og mamma og pabbi gáfu mér hann í jólagjöf, og soundið var eins og fíll að prumpa.
Síðan skipti ég yfir í Maxtone Distortion sem er fáránlegt fuzz sound sem er bara hreint út sagt hryllilegt.
Gítararnir þarna vanstillast eftir svona 10 sekúndur.
Page magnararnir eru ekki með neitt Drive í boði, bara smá skruðninga.
Jæja, ég vona að þið takið þessu nokkuð alvarlega, og ég ráðlegg ykkur að EKKI versla við þessa búð, nema kannski ef þið eruð byrjendur.
Svo vona ég að greinin verði samþykkt, komin tími til að fá eitthvað annað en trompetleikaragreinina.
Have a nice day!