1. EHX Nano Clone. Mig vantaði choruspedala og fann þennann, bara einn takki til að snúa, tekur ekki mikið pláss, fullkomið.. Eða ekki.
Þetta helvíti suðaði eins og motherfökker og ég bara gat alls ekki notað hann, kannski hefði verið hægt að nota hann á tónleikum en í upptökur var hann alveg 50/50 suð og gítarsánd, hann var of lítill og léttur til að ég gæti notað hann til að halda opinni hurðinni inn í stúdíóið mitt þannig að ég losaði mig við hann, algjört drasl.
2. EHX The Worm. Ég sá demóið fyrir þessa græju á heimasíðu EHX og var alveg heillaður, mig vantaði auto wah pedala og þessi gerir það og er tremeló, víbrató og phaser að auki.. Good shit! Eða ekki öllu heldur.
Allir effektarnir sem þessi græja bauð upp á suðuðu alveg massívt og ég skilaði pedalanum daginn eftir, kannski var hann bara eitthvað gallaður en damm hvað þetta var mikið drasl.
3. Line6 Filter Modeller. Ég fékk þennann notaðann fyrir lítið og var bara rosa kátur, allskonar monosynthasánd og slatti að mismunandi wahfilterum í einum prógrammanlegum pakka, bara hlýtur að vera góður díll?
Ókei, sum af synthasándunum voru alveg fín en þessir wahfilterar gáfu flestir frá sér aukahljóð sem voru svona hátíðnivæl eins og þegar afi þinn er með heyrnatækið sitt stillt í botn, tengdu þetta helvíti í marshallstæðu á tónleikum og það verða engir eftir í salnum eftir tíu mínútur, ég býttaði þessu drasli fyrir overdrivepedala og sé ekki eftir því.
4. Vox 847 wah. (eða er það 867?) Ég er búinn að komast að því að ég var sennilega bara rosalega óheppinn með þetta tiltekna eintak en ég hef reyndar heyrt svipaðar sögur frá öðrum þannig að sennilega var bara gæðaeftirlitið hjá Vox á tímabili verra heldur en gæðaeftirlitið hjá Lödu bílaverksmiðjunum.
Ókei, þegar þessi græja virkaði þá var þetta best hljómandi wahpedali sem ég hef nokkurntímann átt en eftir svona ár eða svo byrjaði hann að gera líf mitt ömurlegt með því að bila á verstu mögulegu tímum, ég notaði tildæmis þennann pedala tvisvar á tónleikum og þá setti ég glæný batterí í helvítið 10 mínútum fyrir tónleikana, prófaði hann og allt var í þessu fína, svo steig ég á hann á sviðinu fyrir framan glás af liði til að gera einhverja lame-ass Shaftstælingar og ekkert gerðist.. Eftir tónleikana fór ég svo með græjuna heim í stúdíóið og þá var alls ekkert að helvítinu, það var bara eins og helvítið væri andsetið og virkaði alls ekki þegar maður þyrfti á því að halda, ef maður ýtti á rec á tölvunni þá virkaði hann ekki en um leið og þú varst búinn að slökkva á upptökugræjunum þá var hann fínn, satans pedali barasta.
5. Morley Power wah/Volume, ég keypti þennann eftir að ég losaði mig við Voxinn, bæði volume og wahpedali, frábær lausn ef það virkar..
Ókei, mér skilst að hugmyndin á bak við þennann wahpedala sé að hann hafi “extended frequency range” (aukið tíðnisvið semsagt) sem geri það að verkum að hann sé frábær með hljómborði eða bassa en að þar sem að gítar hefur frekar þröngt tíðnisvið þá var þessi pedali ekki að gera jack shit nema yfir ca 10% í miðri wahsveiflunni, þessi græja var samt alveg ókei sem volumepedali.
6. EHX HOG og POG pedalar, Ókei, ég er kominn á grátt svæði hérna, það er fullt af fólki sem notar þessar græjur og fílar þær en það er einhver digitalkarakter í sándinu sem þetta dót gefur frá sér sem hljómar alveg andstyggilega í mínum eyrum, ég heyri það aðallega í hæstu tíðnunum og mér fannst það algjörlega óásættanlegt sem var algjör synd því hugmyndin á bak við þessa pedala er frábær og það sem þeir gera er ansi magnað, mér finnst þeir bara ekki vera alveg búnir að klára dæmið, kannski er POG2 betri..
Ég keypti HOG og var alveg í skýjunum með hann í smástund, alltíeinu gat ég gert hluti á gítar sem mig hafði bara dreymt um áður en það var eitthvað verulega andstyggilegt að gerast í efra tíðnissviðinu á þessari græju, ég reyndi að smyrja einhvejum phaserum og drasli á sándið til að fela þetta en mér fannst það ekki duga til og þetta pirraði mig verulega í upptökum, ég seldi græjuna og seinna fór ég nokkrum sinnum og prófaði POG því mig langaði í octaver sem væri pólífónískur en ég var að heyra sama digitalnoiseið í honum, skásti octaver sem ég hef prófað er EHX Octave multiplexerinn sem ég seldi eins og fáviti eftir að ég keypti HOGinn og eini synthpedali sem er þess virði að eiga að mínu mati er EHX Bass microsynthinn sem ég einmitt seldi líka þegar ég fékk HOGinn.
Það er kannski djúpt í árina tekið að segja að þetta séu allt pedalar sem ætti að forðast að kaupa, suma var ég kannski bara óheppinn með mitt eintak af og sumir bara hentuðu mér ekki en endilega bætið við þennann lista verstu drullueffektum sem þið hafið átt og að hvaða leyti ykkur fannst þeir vera sorp til að aðrir geti þá amk haft þær upplýsingar á bak við eyrað þegar þeir fara að versla sér pedala.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.