Hef séð ALLTOF oft samviskusamlega meðhjálpara að hjálpa til við að gera upp snúrur eftir tónleika, en gera það á kolvitlausann hátt sem að verður til þess að þær flækjast næst þegar á að nota þær, verða allar snúnar og leiðinlegar eða hreinlega skemmast.

Læt þetta fyrirtaks youtube myndband fylgja.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=lLwwB29uQRg&feature=related

Það hafa allir lent í því að taka upp snúru og hún er öll í hlykkjum og hnykkjum eftir gólfinu. Eða þá öll í flækju.

Það sem ber að varast við myndbandið sem ég linka á, að þegar að maður tekur annann endann og hendir snúrunni út.. Ef að endinn sem að maður heldur í fór í gegnum snúruna sjálfa þá fær maður hnút á um það bil hálfs meters til meters fresti út alla snúruna.

Þetta er aftur á móti lang besta leiðin til að gera upp snúrur til að koma í veg fyrir að þær skemmist og flækist. Einnig mun hún lyggja alveg bein eftir að maður tekur hana út, en ekki snúin og leiðinleg.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF