(Setti þetta inn á Tónlist - Rokk, en var tjáð að enginn lesi það..? Hvað um það, ef þið eruð í 8.-10. bekk og hafið ekkert betra að gera næstu helgi, tjekk it:)
Rokksmiðjan - 13.-15. febrúar 2009
Garðalundur býður upp á Rokksmiðju helgina 13.- 15. febrúar. Smiðjan hefur notið mikillar hylli undanfarin ár og færri komist að en vilja. Forstöðumenn félagsmiðstöðva eru beðnir um að kynna smiðjuna fyrir unglingum sem hafa áhuga og/eða reynslu af tónlistarflutningi eins og gítar-, bassa-, trommu-, hljómborðsleik, söng og tölvutónlist.

Rokksmiðjan verður núna haldin í tíunda sinn. Hugmyndin er að safna saman unglingum 13 til 16 ára (8. til 10. bekkur) víðs vegar af landinu, með mismunandi reynslu og áhuga, og fá þá til að spila saman eina helgi. Vanir hljómlistarmenn verða á staðnum og miðla af sinni reynslu. Endapunkturinn er síðan tónleikar í Garðalundi sunnudaginn 15. febrúar kl. 15:00. Þá koma þær hljómsveitir sem settar voru saman þessa helgi til með að spila nokkur lög og njóta uppskerunnar.

Fjöldi þátttakenda er hámark 30 manns. Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis svefnpoka, dýnu, föt til skiptanna, hljóðfæri (trommari þarf að koma með allt settið sitt, gítar- og bassaleikarar þurfa að koma með hljóðfæri og magnara og hljómborðsleikarar með hljómborð) og einhvern vasapening. Hægt er að komast í sund og sturtu í Íþróttahúsinu í Ásgarði. Ef spurningar vakna þá er bara að hringja í Garðalund 590-2570 / 590-2575 eða senda netpóst á gardalundur@gardalundur.is eða zqli@dikta.net

Kostnaður er 4.000 kr. á mann. Innifalið í því er gisting, sund/sturta, 4 máltíðir og kennarar sem leiðbeina. Gæsla er á staðnum alla helgina og útgöngubann að nóttu. Það gilda sömu reglur og eru í félagsmiðstöðvastarfi og á vegum Samfés. Öll meðferð og notkun áfengis, tóbaks og annarra vímugjafa er bönnuð.

Skráning: Þátttaka tilkynnist til á gardalundur@gardalundur.is fyrir 10. febrúar. Nauðsynlegt er að skráning og greiðsla komi fyrirfram frá starfsmönnum félagsmiðstöðva og að alvara liggi á bakvið skráningu.Það er mjög bagalegt ef þátttakendur hætta við á síðustu stundu. Það riðlar allri framkvæmd og ósanngjarnt gagnvart þeim sem e.t.v. hafa fengið afsvar vegna takmörkunar á fjölda. Félagsmiðstöðvar fá uppgefið reikningsnúmer þar sem hægt er að leggja inn þátttökugjöld.

PS: Ef þið voruð einhvern tímann í Rokksmiðjunni væri ég gjarnan til í að heyra frá ykkur hér í kommentum.
zzzzz