Tónlistarstefnur
Jæja, þá er nú komið mál til að taka þær fyrir. Allt frá byrjun mannkyns hefur verið sér tónlistarstefna hvers tímabils. Við höfum haft allskonar tónlistarstefnur og margar allsvakalega furðulegar. Og jafnvel í sumum tilvika tekið tvær eða fleiri stefnur og blandað þeim saman og myndað nýja. Ég verð að segja það að við höfum verið allsvakalega dugleg við það. En nú finnst mér einsog heimurinn sé kominn í kreppu þar sem að ég á bágt með að finna út hvað við getum gert nýtt í tónlistinni. Sigurrós kom og skapaði furðulega nýja tónlist sem að enginn kannaðist við en samt var það fyrirsjánlegt að einhver hljómsveit myndi fara að spila fiðlurokk. Ég meina, það eru til sveitir eins og Apocalyptica sem að eru að spila þungarokk á selló, þannig að af hverju ætti ekki einhver að fara að sarga á gítar með fiðluboga? Fyrst þegar að ég heyrði að Sigurrós væri farin að spila tónlist á gítar með fiðluboga datt mér í hug ógeðslegt ískur og væl sem að ég heyrði frá frænku minni þegar að hún var að byrja að spila á fiðlu. Ég tel Sigurrós ekki slæma hljómsveit, síður en svo, en þeirra stíll sjokkeraði næstum því klakann þegar að þeir fóru í þennan nýja ham. Þannig það sem ég mæli með er það að ungþjóðinn og jafnvel allir bara fari í það að finna eitthvað nýtt til að spila. Sköpum einvherja snilld sem að börn framtíðarinnar eiga eftir að minnast sem trylltustu tónlistarstefnu sögunnar.