Ókei, nú getum við sameinast um að klappa hvor öðrum á öxlina og tárast yfir stöffinu sem við hefðum aldrei átt að láta frá okkur, ég hef átt meira af hljóðfærum heldur en nokkur hefur nokkurn skapaðann hlut að gera við, ég hef alltaf grisjað safnið mitt reglulega og stundum hef ég selt eða jafnvel gefið stöff sem ég hef séð eftir, hér fylgja nokkur dæmi í engri sérstakri röð.

1. Rickenbacker 325 gítar frá 1965. Ég fann þennann upp í Rín meðan sú verslun var ennþá á frakkastígnum, borgaði 16.000 fyrir hann (jamm 16.000!) og seldi vini mínum hann 2 árum seinna á 16.000 (ég veit, ég er fáviti!) þetta var alveg gríðarlega fallegur gítar en mér fannst ekkert spes að spila á hann, núna eru þessir gítarar að fara á 5.000+ pund í hljóðfæraverslunum í bretlandi, það er soldið meira en 16.000 kall..

2. Boss CE-1 Chorus Ensemble. Fyrsti chorusinn frá Boss, stór hlunkur sem hljómaði dásamlega (og ég fíla almennt ekki chorus effekta) Lét frænda minn fá hann fyrir 2 grömm af hassi (það var meira að segja frekar lélegt hass)

3. Fender Stratocaster MIJ 1989 árgerð. Ég keypti þennann nýjann í Rín og fattaði nokkrum dögum seinna að hann væri japanskur og fannst ég hafa verið svikinn, átti hann í 6 ár og fór ógeðslega illa með hann (af því hann var japanskur) Helvítis gítarinn var algjörlega ódrepandi, ég lamdi trommarann minn með honum, henti honum í veggi, stakk honum í gegn um sviðið á skemmtistað sem er ekki til lengur og hann hljómaði bara betur og betur eftir hverja misþyrmingu, ég skipti á honum og strigaskóm á kærustuna mína og hún hætti með mér skömmu síðar.

4. Gibson Explorer frá 1991. Ég fékk einusinni útborgað sumarfrí sem ég átti inni hjá vinnuveitanda mínum, fór í panikk því ég vissi að peningarnir færu í dóp ef ég eyddi þeim ekki í hvelli í eitthvað annað og keypti þennann gítar af því mér fannst hann svo asnalegur (?) Þessi asnalegi gítar hljómaði samt betur en flest og rataði inn á nokkrar plötur. Ég seldi kunningja mínum hann árið 1994 og hann á ennþá eftir að borga mér helminginn af kaupverðinu, hann er að sjálfsögðu ekki kunningi minn lengur.

5. Yamaha YTS eitthvað saxofónn. Sama dag og ég keypti Explorerinn keypti ég þennann saxofón, ég notaði hann á tónleikum 10 dögum eftir að ég keypti hann og uppskar kurteist djassklapp fyrir korterslangt saxofónsóló sem ég tók (ég vissi ekkert hvað ég var að gera) Ég var einmitt að spá í að setja inn pósumynd af mér hingað á huga sem er tekin 2 dögum áður en ég fór í áfengismeðferð, þá var ég að spila á þennann saxofón á tónleikum íklæddur mínípilsi og sokkaböndum (say no to drugs kids!) en ég hugsaði með mér að heimurinn væri ekki alveg tilbúinn fyrir þá mynd. Ég seldi þennann saxofón til að fjármagna gítar sem ég keypti nokkrum árum seinna, dauðsé eftir honum.

6. Roland sh101 synth og Roland tr eitthvað trommuheili, lánaði vini mínum þessar græjur, hann stútaði sér og ég veit ekki hvað varð um græjurnar.

7. Aria ProII gítar frá 1978 með 2 Dimarzio super distortion pickuppum, fyrsti rafmagnsgítarinn minn og sennilega einn sá besti sem ég hef átt, seldi einhverjum fávita hann sem skuldar mér ennþá slatta í honum, fávitinn flutti til Svíþjóðar.

8. Hiwatt 200w Custom haus frá 1972. Fékk hann gefins bilaðann en með orgínal ónotuðum Mullard lömpum, fékk vin minn til að gera við hann og fattaði svo að ég hefði ekki nokkurn skapaðann hlut að gera við rúmlega 200 watta lampamagnara, svo fékk ég óvænt alveg hroðalegann vísareikning og varð að finna peninga í hvelli, seldi magnarann í gegnum huga, fokk hvað ég vildi að ég hefði getað sloppið við þá sölu.


Ókei, þetta var hluti af harmsögu hljóðfærasölu minnar, endilega deilið grátlegustu rokkgræjusölusögunum ykkar með mér hérna fyrir neðan svo mér líði aðeins betur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.