Project Pimp guard Á gamlan stratocaster kópíu frá Adam „The atomic sound“ veit ekkert um þessa gítara. En ákvað fyrir 2 árum gera hann að svona project gítar og tók hann allan í sundur. Eftir að hafa haft hann í geymslunni í þessi tvo ár og ekki gert neitt með hann ( en alltaf á leiðinni) tók ég mig til og pimp-aði pick-guardið á honum. Tók nokkrar myndir til að sína process-ið.

Byrjaði á því að taka pick-ups af pick-guard, ekkert svakalegt vesen það bara losa nokkrar skrúfur. Svo þreif ég pick-guardið mjög vel.
MYND1
MYND2

Tók tvö roð af laxi sem búið var að súta og lita hvít, límdi þau saman með einhverskonar mini teppalímbandi með lími báðu megin og klippti gróft utanum pickguardið. Teiknaði svo eftir pick-guardinu á bakhliðina á roðinu til að sjá hvar límið ætti að fara.
MYND

Notaði tveggjaþátta Epoxy lím, þetta er alvöru skítur, kemur í tveim túpum og svo kreistir maður úr þeim og blandar því saman þá hefur maður 15mín til að líma þetta áður en límið harnar. Þegar límið var komið á tók ég kökukefli, já kökukefli, og rúlaði þéttingsfast ofana á pick-guardið til að taka loftbólur ef einhverjar.
MYND

Lét þetta bíða yfir nótt með líminu, svo tók ég „precision knife“ sem er svona eins og penni nema með hníf á endanum og skar í kringum pick-guardið en fór ekki alveg við pick-guardið, ætla að bíða þegar ég verð kominn með nýja pick-ups og er að setja gaurinn saman að fínísera þetta.
MYND

Ætli maður pússi ekki upp gítarinn og sprauti hann í einhverjum skemmtilegum lit á móti hvíta pimp-guardinu. Ætlaði fyrst að setja leður á pick-guardið en maður þarf svo þunnt leður og það er oftast of mjúkt til að halda lögun en mér fannst roðið alveg geggjað og nógu stíft.

Svo eftir önnur tvö ár þá verður maður ábyggilega búinn að sprauta gítarinn, sendi þá inn aðra grein ;)

Ég fékk roðið í Leður & List Frakkstíg 7 en keypti límið í Handverkshúsinu í Bolholti fyrir þá sem langar kannski að gera eitthvað svipað.
www.facebook.com/subminimal