Áhrifavaldar í tónlist Jæja, mig langaði til að forvitnast um það hvaða tónlistarmenn / hljómsveitir hafa haft mest áhrif á tónlistarferil ykkar og spilunarstíl í gegnum tíðina. Ég ætlaði að koma með mína “tónlistarsögu” svona til að kynda þetta aðeins upp, enjoy.



Ég er trommuleikari og hjá mér byrjaði þetta svona 7-9 ára þegar systir mín var alltaf blastandi KoRn og Offspring í kringum mig (þá var hún 13 - 15). Ég fékk fljótlega rythma í mig og tók upp kjuðana.


Um það leyti sem ég byrjaði að spila, 11-12 ára, var ég djúpt sokkinn í Slipknot (Joey Jordison). Má segja að single strokin og double kickerinn hafi þróast mikið á þeim tíma. Ætli þetta hafi ekki verið svona “útrásartímabil”. :)


Síðan blandaðist Rammstein (Christoph Schneider)inní þetta frá 12 ára aldrinum eða svo og svo enduruppgötvun mín á Offspring (Ron Welty) Þá byrjaði takturinn og 4/4 talningin að festast vel í manni.


Við 14-16 ára aldurinn byrjaði háskólarokkið og metalinn að grassera hjá mér og verða meiri partur af spilastílnum mínum. Blink 182 (Travis Barker), Green Day (Tré Cool) Sum41 (Dottið úr mér í augnablikinu) ofl. bönd byrjuðu að samtvinnast spilastílnum og inn í þetta komu svo hljómsveitir eins og Symphony X (Jason Rullo), Cradle of filth (Adrian Erlandsson), Dream Theater (Mike Portnoy), og Children of Bodom (Jaska Raatikainen).


Það má segja að tæknin, chopsin, hraðinn og flókna talningin hafi byrjað að kicka inn þegar ég kynntist þessum hljómsveitum, Travis Barker á inni mörg ótrúleg break og chops, Jason Rullo spilar oft í flóknustu time signatures og Jaska Raatikainen er alls ekki bara hraður eins og margir trommararnir sem hafa helgað sig metalinum.


Eftir 16 ára aldurinn breyttist hinsvegar hugsunarhátturinn hjá mér og approachið mitt gagnvart hljóðfærinu mínu, trommum. Ég hélt áfram að hlusta á það sama, háskólarokkið og metalinn en inn í playlistann bættist teknískari og oft á tíðum flóknari tónlist, til að mynda Mezzoforte (Gunnlaugur Briem) og Jagúar (Fúsi í Tónabúðinni). Einnig byrjaði ég að hlusta mikið á techno&trance en það breytti spilastílnum lítið og hafði lítil sem engin áhrif á trommuleik minn þó það sé vert að taka það fram.


Í dag er ég ennþá að hlusta á háskólarokkið, Red Jumpsuit Apparatus (Ekki hugmynd), Nickelback (Ekki hugmynd), Fallout Boy (Ekki hugmynd), og My Chemical Romance (Ekki hugmynd), sem og metalinn, Dragonforce (Dave Mackintosh), Arch Enemy (Daniel Erlandsson), Avenged Sevenfold (The Reverend) ofl.


Hinsvegar er ég lítið að spila metalinn og háskólarokkið á trommurnar, ég hlusta einungis á það mér til skemmtunar. Í dag er ég mest að stúdera fönk og fusionjazz, s.s The Dave Weckl Band (Dave Weckl), video af Vinnie Colaiuta, Steve Gadd, Dennis Chambers, Tony Royster Jr. ofl á Youtube og tækni af kennslumyndböndum s.s. Creative Control með Thomas Lang og öll videoin hans Dave Weckl ásamt fl.


All in all er ég búinn að fara í gegnum mjög fjölbreytta tónlist á mínum 7-8 ára spilunarferli. Allt frá punki til rokk í metal til funk yfir í fusionjazz. Mig langaði bara til að senda þetta inn til að koma af stað skemmtilegum umræðum og svona.

Síðan læt ég eina mynd af gamla oldschool punkrock bandinu The Offspring fljóta en Ron Welty, þáverandi trommuleikarinn þeirra, var meginástæðan fyrir því að ég tók upp trommukjuðana og byrjaði að spila.


Með von um góðar viðtökur, kveðja Bjössi.