Ég er í hljómsveit sem heitir Funk Harmony Park, við búum til danstónlist og endurhljóðblöndum lög eftir aðra sem eru svo gefin út hjá nokkrum útlenskum útgáfufyrirtækjum og líka hjá Arctic Wave Records sem er fyrirtæki í eigu hinna drengjanna í hljómsveitinni, það sem ég nota af hljóðfærum miðast fyrst og fremst við stúdíónotkun, eftirfarandi er uppáhaldsdótið mitt í augnablikinu í engri sérstakri röð.
1. Line6 Variax 705 5 strengja bassi. Þetta hljóðfæri er alveg ótrúlega nytsamt í stúdíóinu, það eru engir hefðbundnir pickuppar í þessum bassa og hann er algjörlega laus við allt suð, ég get setið fyrir framan tölvuskjá og spilað inn á lög án vandkvæða og það eru hljóð úr 24 mismunandi bössum í þessu kvikindi sem eru öll þannig að það er hægt að breyta EQinu og “staðsetningunni” á picköppnum, ég tengi hann beint í hljóðkortið og hann hljómar alveg asnalega vel.
2. Tradition Jerry Reed Telecaster. Ég keypti þennann gítar af einhverjum hérna á Huga fyrir 15.000 og lét finstilla og yfirfara hann fyrir mig af viðgerðarmanni í Tónastöðinni, þetta eru langbestu kaup sem ég hef nokkurntímann gert, ég nota þennann gítar í yfir 90% af því sem ég tek upp, ég veit að þessir gítarar voru einhverntímann seldir í Tónastöðinni og kostuðu bara klink (Í kring um 25.000 held ég) og næst þegar ég á peninga ætla ég að fá þá hjá Tónastöðinni til að panta fyrir mig Les Paul frá þessu fyrirtæki, þeir kosta kannski 30 til 40 þúsund reikna ég með, þessi Telecaster er með alveg flötu fingraborði (ekki svona kúpt eins og flestir gítarar) og mér finnst bara miklu þægilegra að spila á hann en hina gítarana mína, hann er með single coil pickup í brúnni og humbucker við hálsinn og ég næ öllum hljóðum sem ég þarf úr þessum eina gítar.
3. Roland Microcube magnari. Ég hef alltaf verið haldinn fordómum í garð Roland magnara en þessi er alveg frábær í stúdíóið, hann notar eitthvað sem kallast COSM tækni til að herma eftir mögnurum eins og Marshall og Mesa Boogie og fleirum, mér finnst Black Panel sándið í honum herma á frekar sannfærandi hátt eftir hreinum Fender/Musicman magnara og Brit Combo sándið í honum nota ég líka töluvert þó að mér finnist það ekkert sérstaklega líkt Voxmagnaranum sem það á að vera að herma eftir, það sem mér finnst frábært við þennann Microcube er að hann hagar sér töluvert svipað lampamagnara tildæmis ef maður setur boost pedala á undan magnaranum þá hljómar það meira eins og lampabjögun heldur en ég á að venjast frá transistormagnara, ég fer ekkert ofan af því að góður lampamagnari hljómar betur en þessi en þessi hljómar nógu sannfærandi til þess að ég þurfi amk ekki að skammast mín fyrir upptökurnar mínar, og það suðar ekki neitt í honum heldur sem getur stundum verið vandamál með lampamagnara í stúdíói.
4. Electro Harmonix Bass Microsynthesizer. Þetta tæki hljómar frábærlega á bæði bassa og gítara, þetta er monosynth/filtereffektur og er alveg málið í svona old-school funk hljóm (Funkadelic, Bootsy Collins osfrv) ég hef ekki tölu á hvað ég er búinn að nota þetta kvikindi í mörgum lögum.
5. Digitech Whammy. Ég nota bara eitt sánd úr þessum pedala og það er svona nótnatvöföldun með áttund fyrir neðan nótuna sem ég er að spila, þetta er magnaðasta octaversánd sem ég hef heyrt, ég stilli bara Fenderinn minn á hálspikköppinn með clean sándi og kveiki á Whammypedalanum og þá er ég með feitasta hreina gítarsánd í heimi.
Ókei, þetta er það sem ég nota mest af græjunum sem ég á, endilega haldið þessum þræði áfram og bendið mér og öðrum hérna á hvað þið notið og hvers vegna.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.