Það væri gaman að fá að vita hvaða bönd akureyringum langar að sjá í húsinu. Stefnan hjá húsinu er að fara að sparka af stað tónleikavetri miklum (þó að það hefði kanski átt að byrja á því ca. mánuði fyrr), en allavega þá væri gaman að fá að vita hvað þið viljið sjá. Væri líka gaman að sjá einhver nokkur stór nöfn innámilli, þar sem að ég persónulega er afar hlynntur því að reyna að halda sem flesta tónleika þar sem bæði eru stór og lítil nöfn í íslenskum tónlistarbransa.
Ef að einhverjar akureyrskar hljómsveitir hafa áhuga á að spila á tónleikum, sendiði þá póst á arni@husid.net, og ég mun setja það band á lista, og svo verður stefnt á að halda tónleika með áhugasömum böndum.
Í e-mailinu verður að koma fram:
Nafn hljómsveitar
Tengiliður (við hvern tala ég þegar á að halda tónleika, verður að koma fram bæði e-mail og símanúmer viðkomandi)
svo væri gaman að fá að vita tónlistarstefnu.
Bönd að sunnan ath
Húsið á akureyri er menningarmiðstöð ungs fólks yfir 16 ára. Þar er helfínn tónleikasalur, þar sem hægt er að halda tónleika fyrir allt að 100-150 manns, og kostar það lítið sem ekkert (nánari upplýsingar um það gegnum e-mail). Salurinn er útbúinn öllu því sem þarf fyrir tónleika, nema backline (þ.e. magnarar og trommusett), hljóðmaður er að öllu jöfnu innifalinn.
Ef að þið hafið áhuga á að koma norður að trylla lýðinn, sendið þá e-mail á arni@husid.net
gott væri að fá að vita hvort að fleira en eitt band er að íhuga road-trip, og hvenar væri heppileg dagsetning (þó að það verði alltsaman ákveðið þegar þar að kemur)
Fyrir hönd Hússins, Upplýsinga- og Menningarmiðstöð ungs fólks.
Árni F. Sigurðsson - arni@husid.net
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF