1. Scholtz Rockman Sustainor. Þetta kvikindi er gítarformagnari í svona mini-rack útliti, hann er allur úr plasti (plastkassi og plasttakkar) og ég er viss um að það sé hægt að finna svona á ebay fyrir smáaura, athugið að það þarf minnir mig sérstakann straumbreyti fyrir kvikindið frá Rockman.
Ég keypti svona tæki notað 1993 og það er alveg fáránlega fínt sánd úr þessu, hann er með alla gítarpallettuna frá Stevie Ray Vaugham yfir í Steve Vai, þetta er bara magnarahermir með compressor, að öðru leyti eru engir effektar í honum en hann skilar sándi sem blandast alveg gríðarlega vel við önnur hljóðfæri í tildæmis upptökum.
2. Sovtek magnarar. Guð minn almáttugur hvað þessi kvikindi hljóma vel, þetta eru lampamagnarar smíðaðir í Rússlandi fyrir Electro Harmonix, þeir voru seldir í Tónastöðinni fyrir, öh, 13 árum eða svo og ég var með svona magnara í láni í nokkra mánuði, þetta er svona eins og ofboðslega vel lukkaður Marshallmagnari, ACDC hljómurinn bara drýpur af hverju strái úr þessum kvikindum, mér skilst að sumir þeirra séu gjarnir á að ofhitna og sprengja lampa en hljómurinn í þeim er óviðjafnanlegur.
3. Electro Harmonix pedalar. Ég átti skriðdrekagrænann Big Muff settan samann í Rússlandi, fuzzbox dauðans barasta. Ég á líka Bass synthesizer frá EH sem er gjörsamlega óviðjafnanlegur, með fullri virðingu fyrir öllum þessum digitalfilterum sem eru á markaðnum núna þá komast þeir ekki í hálfkvisti við Electro Harmonix bassasynthinn, hann er mónófónískur (spilar bara eina nótu í einu) en það er svo gríðarlega feitur og massívur tónn úr þessum andskota að það hálfa væri nóg.
4. Gamlir Aria gítarar. Ég átti Aria Pro2 gítar sem var í laginu eins og Les Paul nema að pikköppastillinum var staðsettur hjá volumetakkanum, þessir gítarar voru með Dimarzio Super Distortion pikköppum og hljómuðu eins og góður Les Paul, þeir eru reyndar alveg gríðarlega þungir en það er kannski ástæðan fyrir því að þeir hljómuðu svona vel.
5. Morley Pedalar. Ég veit að það er ennþá verið að framleiða Morley effekta en gömlu pedalarnir þeirra voru amk ódrepandi, þetta eru stórir járnhlunkar sem eru flestir með fótpedala á, hef notað Wahwah og Flanger frá þeim og þetta eru alveg kreisí græjur, þetta er amerískt gæðastöff og það var byggt til að endast.
Ókei, að lokum verð ég að nefna einn rarítet sem er þess virði að skima eftir, Vox framleiddu á sjöunda áratugnum pedala sem hét Vox Tone Bender, þeir endurútgáfu græjuna fyrir svona 15 árum síðan en endurútgáfan var bara sorgleg sko, upprunalegi pedalinn var í grófum álkassa sem var á stærð við skó í stærð ca 39, ég komst í svona pedala fyrir, öh, löngu síðan semsagt og það er EKKERT sem hljómar eins vel og þetta helvíti, þetta er fuzzbox með Germaníum transistorum, ef þið hafið tildæmis heyrt tónleikaplöturnar með Neil Young frá því í kringum 1995 (hétu Weld minnir mig) þá er þetta Neil Young gítarsándið semsagt, ég veit að það var flutt til landssins eitthvað af þessum tækjum á sínum tíma og ef þið finnið svona einhversstaðar oní geymslu hjá útbrunna hippafrændanum ykkar þá eruð þið heppnustu andskotar í heimi, opinn e hljómur verður eins og noise synfónía með svona tæki.
Endilega haldið þessum þræði áfram ef þið þekkið til einhverra minna þekktra tækja og tóla sem væri þess virði að leita uppi.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.