Daginn, sakar ekki að prufa að láta vita hér.
Ég lenti í því óhappi um þarsíðustu helgi að það var brotist inn í Þjóðleikhúskjallarann daginn eftir (25.maí 2007) að hljómsveitin mín var með tónleika þar og stálu óþokkarnir Fender Telecasternum sem sést hér á meðfylgjandi mynd.
Ég er að vona að með því að senda þessi skilaboð hér að fleiri augu geti verið á verði ef að gítarinn skyldi nú birtast einhverstaðar opinberlega.
Það sést ekki nógu vel á þessari mynd, en æðarnar í viðnum sjást mjög vel með berum augum og er viðurinn á bakinu dekkri en ekki eins æðaber. Brúarpikkupinn er sérsmíðaður og klæddur með svörtu plasti (pikkuppinn einn og sér gerir þetta hljóðfæri ómetanlegt í mínum huga, æðislegur pikkup). Hann er eins og sést með hvitri plötu.
Það væri alveg ómetanlegt ef þið gætuð haft auga með honum, ég held að þið vitið öll hvað þetta er sárt.
Ef þið verðið vör við hann, verið þá endilega í sambandi við mig í emailið gummis(at)gmail.com.
Takk kærlega,
Guðmundur Stefán Þorvaldsson
gítarleikari Hrauns