Ég ætla amk að reyna að miðla aðeins af reynslu minni hér og það væri kúl ef aðrir gerðu það líka, þetta er ekki hugsað sem einhver montfærsla svo fólk geti gortað sig af dótinu sínu heldur meira til að vísa þeim sem etv eru að koma nýjir inn á hvað virki og hvað eigi að forðast.
1. Gítarar. Rafmagnsgítar þarf ekki að kosta haug af peningum, Gibson Les Paul fyrir hálfa milljón gerir engann að betri gítarleikara, það er ókei að fá sér rándýrann gítar þegar maður er orðinn tannlæknir eða heimsfrægur en þangað til er það algjör óþarfi. Ég á Fender Stratocaster sem ég borgaði 80 þúsund fyrir notaðann, sambærilegur nýr Fender kostar 130.000, minn er ameríkutýpa en mexíkósku Fenderarnir eru töluvert ódýrari og mér finnst þeir ekkert síðri, ég hugsa að þeir kosti ca 60 þúsund, það er kannski aðeins meira en Squier gítar í setti með litlum magnara en Fenderinn er það mikið betri að til lengri tíma lítið munu þessir auka þúsundkallar hafa farið í eitthvað sem skipti máli, auk þess sem Fenderinn er auðveldari í endursölu ef þannig stæði á.
2. Magnarar. Alls ekki kaupa þessa pínulitlu Marshallmagnara fyrir 4000, þeir eru SORP! Marshallmagnarar eru yfirhöfuð frekar vafasamir, þeas að litlu kvikindin eru transistormagnarar og hljóma frekar ómerkilega sumir hverjir og lampamagnararnir þeirra hljóma vel en eru ekki eitthvað sem þú notar sem heimaæfingamagnara því þeir eru fjandi háværir og byrja ekki að hljóma vel fyrr en það er búið að hækka vel í þeim.
Fyrir hæimaæfingu mæli ég með einhverju eins og Roland Micro-Cube magnara, þeir kosta innan við 15 þúsund og hljóma fjandi vel á svefnherbergisstyrkleika, að auki eru þeir með line out þannig að það er hægt að tengja þá beint í hljóðkort á tölvu og nota með hugbúnaði eins og Abelton Live í upptökur, grínlaust alveg frábærir magnarar fyrir þennann pening.
Fyrir notkun með hljómsveit þarf gítarmagnari að vera amk 50 til 60 vött svo að trommusettið yfirgnæfi ekki gítarinn, ég hef mjög góða reynslu af Randall mögnurum, þeir eru ekkert mjög dýrir og bara bila ekki, transistormagnararnir þeirra hljóma mjög vel.
Marshall lampamagnarar hljóma ótrúlega vel en bilanatíðnin á þeim er töluverð, ég myndi aldrei treysta mér til að nota marshallmagnara á tónleikum nema að ég hefði annann magnara til vara.
3. Effektar. Bjögunarpedalar eru rosalega misjafnir, Boss gera ágæta pedala sem bila aldrei, ég mæli með overdrive pedölunum þeirra til að bæta við smá bjögun við það sem kemur frá magnaranum, eins er Uber Metal pedalinn frá Line6 alveg rosalegur, spannar eiginlega allann bjögunarskalann.
Ég á Wahwah pedala frá Vox sem hljómar mjög skemmtilega, er hrifnari af þeim heldur en Jim Dunlop Wahwahpedalanum, Voxinn er einhvernveginn opnari og með meira gubbuhljóði (wahwah gubbið er málið sko!)
Fender gítarar eru yfirleitt með single coil picköppa sem senda ekki út mjög sterkt hljóðmerki, ég nota Boss compressurpedala til að jafna út hljóðið sem kemur frá picköppunum, þessi pedali gerir mjög lítið en mér finnst hann alveg ómissandi fyrir Fenderinn.
Ókei, nóg í bili, nú er það annara að halda áfram með þessa grein.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.