HALLÓ!
Ég sá hérna einhver tímann að einhver ætlaði að setja pósta hérna á hverri viku
um einhvern trommara, það kom held ég tvisvar. ég ákvað að skrifa hérna um
uppáhaldstrommarann minn, það er Mike Portnoy. Vona að þetta sé ekki of langt.
ENJOY!!
——-
Mike Portnoy (Michael Stephen Portnoy) er fæddur 20. apríl árið 1967 og ólst hann upp á
Long Beach, New York. Hann fékk snemma áhuga á tónlist enda umvafinn henni,
pabbinn var nefnilega útvarpsmaður. Þó að hann hafi lært sjálfur á trommur þá tók hann
einkatíma í framhaldsskóla. Þar var hann einnig í hljómsveitunum Intruder, Rising Power
og Inner Sanctum en Inner Sanctum gaf út eina plötu. Þá þurfti Mike að hætta í henni
því að hann fékk skólastyrk til að sækja Berklee Music College í Boston.
Í Berklee kynntist hann svo hljóðfæraleikurum sem stofnuðuhljómsveit sem úr var að
lokum Dream Theater. Dream Theater er búin að gefa út 9 cd'a og kemur sá 10. út í
janúar 2002.
Þeir eru:
When Dream and Day Unite
Images and Words
Live at Marquee
Awake
A Change of Seasons:EP
Falling Into Infinity
Once in a LIVEtime
Scenes from a Memory
Live Scenes from New York
og
Six Degrees of Inner Turbulence (22.jan 2002)
Mike Portnoy er trommarinn á þeim öllum og hefur hann fengið Readers Poll verðlaunin,
Recorded performance fyrir 4 af þessum 9 cd'um sem hafa komið út. Reyndar hefur hann
fengið mörg verðlaun í Modern Drummer, t.d. besti progressive trommarinn 7 ár í röð.
1994 - Up and Coming
1995 - Progressive Rock
Recorded performance (Awake)
1996 - Progressive Rock
Recorded performance (A Change of Seasons)
1997 - Progressive Rock
1998 - Progressive Rock
Recorded performance (Falling Into Infinity)
1999 - Progressive Rock
2000 - Progressive Rock
Recorded performance (Scenes from a Memory)
Clinician
Educational Video (Liquid Drum Theater)
2001 - Progressive Rock
——-
Allir meðlimir Dream Theater hafa líka gert svokölluð Side Projects, fengið til liðs
við sig aðra tónlistarmenn og gert plötur. Mike Portnoy hefur spilað á nokkrum
og eru þær:
Working Man - Rush Tribute album (Mike í 6 lögum af 13)
Liquid Tension Experiment 1 - Liquid Tension Experiment
Liquid Tension Experiment 2 - Liquid Tension Experiment
SMPT:e - TransAtlantic
Bridge Across Forever - TransAtlantic
Þetta eru líka góðar plötur og er gaman að fá eitthvað annað en Dream Theater líka.
TransAtlantic með sín löngu flottu lög og Liquid Tension Experiment með sitt rokk!
ég mæli líka með að allir sem hafa hlustað á Rush kaupi sér Working Man, rosalega góð
plata þar sem 25 tónlistar menn koma saman og spila á mismunandi lögum.
——-
Portnoy hefur líka mikinn áhuga á kvikmyndum, The Simpsons og boxi. Safnar hann
rosalega miklu dóti með Dream Theater eins og plakötum, bootleggum og videóum af
tónleikum. Bara öllu sem hann getur safnað.
Þar sem hann hefur rosalega mikin áhuga á kvikmyndum þá safnar hann videóum
með Dream Theater og hefur hann leikstýrt öllum myndböndunum sem Dream Theater hefur
gefið út.
Þau eru:
Images and Words - Live in Tokyo
5 Years in a LIVEtime
Live Scenes from New York
TransAtlantic - Live in America
Hann hefur líka gefið út tvö kennslumyndbönd:
Progressive Drum Concepts
Liquid Drum Theater
——-
Mike Portnoy hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá öðrum trommurum og er hann
eiginlega súpa af mörgum gömlum góðum trommurum, en með aðeins meira rokk ývafi.
Stærstu áhrifavaldarnir hans eru Neil Peart úr Rush. Aðrir áhrifavaldar eru
Terry Bozzio, Vinnie Colaiuta, Simon Philips, John Bonham og Keith Moon og
hljómsveitir eins og The Beatles, Queen, Yes, Metallica, Jellyfish, Iron Maiden, U2
og Jane's Addiction. Hann er líka mikið fyrir Rapp-tónlist. :):)
——-
Svona í lokin verður líka að segja frá trommusettinu hans. Reyndar skipti hann um
trommusett fyrir nýju plötuna en þar sem hann er ekki ennþá búinn að gefa út fullan
listi yfir hluti á því þá set ég gamla Purple Monster settið hans hér.
http://www.mikeportnoy.com/about/drums/?menu=about
Cymbals: Sabian (all with Brilliant finish)
1. 6“ CD Cymbal Disc on top of an 8” CD Cymbal Disc on top of a 10“ Bell Disc
2. 18” AA Chinese
3. 8“ HH China Kang
4. 14” AAX hi-hats
5. 17“ HH thin crash
6. 12” AAX splash
7. 18“ AA medium thin crash
8. 8” AAX splash
9. 10“ HH China Kang sitting on top of a 10” AAX splash
10. 18“ AA medium crash
11. 22” HH rock ride
12. 19“ HH medium thin crash
13. 13” AA Rock hi-hats
14. 6“ AAX splash on top of a 6” LP Icebell
15. 12“ AA mini Chinese on top of a 14” Jack DeJohnette Encore crash
16. 20“ HH thin Chinese
17. high-octave crotales
18. 20”x30“ Thundersheet
Drumset: Starclassic in custom violet/white/violet finish.
A. 51/2x14 snare drum (with custom foot-operated snare strainer)
B. 16x24 bass drum
C. Octoban (model 343)
D. Octoban (model 390)
E. Octoban (model 443)
F. Octoban (model 472)
G. 8x8 tom
H. 8x10 tom
I. 9x12 tom
J. 10x13 tom
K. 14x14 tom
L. 14x20 gong bass
M. Octoban (model 536)
N. Octoban (model 600)
O. 9 1/4” timbalito
P. 10“ timbalito
Q. tambourine
R. cowbell (LP Ridge Rider)
S. percussion table
Alveg fínt trommusett. Þið getið skoðað myndir af því (linkur aðeins ofar) og myndir af nýja settinu hans sem er enn stærra, ”The Siamese Monster"!. Reyndar eru það tvö trommusett í einu.
www.mikeportoy.com
www.dreamtheater.net
Ég á alla þessa cd'a og video sem ég nefni hérna að ofan og get ég mælt með öllu. Sérstaklega Metropolis, part 2: Scens from a Memory og Images and Words, líka Live Scenes from New York DVD/VHS tónleikunum (líka til a cd).
SIGGISTEIN!!!!!!!!!!!!
YtseJam
maJestY
PS. copy/paste úr text document