Góða kvöldið
Nú er mál með vexti að ég lánaði einum vini mínum fyrsta gítarinn minn fyrir hljómsveitaræfingu fyrir gítarleikara nr 2 í hljómsveitinni sem hann var í. En sá maður skilaði aldrei gítarnum og segir hann týndann. Mig grunar að hann hafi farið í einhverja skuld eða eitthvað álíka.
Þetta var minn fyrsti gítar af nokkrum og hann vil ég endilega sjá aftur þar sem ég hafði ætlað að taka hann í gegn og gera við hann.
Hann er illa farinn bæði stillingarlega séð sem og svolítið marinn, alveg niður í tré á einum staðnum.
http://www.ibanezregister.com/images/groups/kosaku%20nakamura/ibanez-pl1770.jpg
Þetta er Ibanez Pro Line Series eins og sést á myndinni í linknum, nema hann er svona gulrbrúnn, og þar sem tone takkinn er var brotin platan og var komið fyrir rústfríu stáli í samanburði við glæra plötuna.
Tone og volume takkarnir eru svartir og reyndar mjög líklegt að annan takkann vanti. Sveifin á ekki að vera með gítarnum þar sem hún brotnaði, en gæti svo sem verið replaced.
Þessi gítar hefur fyrir mér mikil tilfinningarleg tengsl og ef einhver hefur upplýsingar eða enn betur gítarinn í höndunum endilega látið mig vita.
Kveðja
ViceRoy
P.S. við hvern þann sem hefur gítarinn í höndunum hef ég ekkert við að sakast á nokkurn hátt, vil bara gítarinn aftu