Eins og flest allir vita þá er verkfall hjá tónlistarkennurum núna… Ég persónulega efast um að ég lifi það af, ef það verður mikið lengur (ég veit það eru bara liðnir tveir dagar.. en samt) En hvað getum við gert?! Þeir sem eru á sama báti og ég, í tónlistarnámi og ELSKA það, eru þið með einhverjar hugmyndir? Ég meina.. ég skil tilgang tónlistarkennaranna…. þeir eru á skítalaunum… en ég vil bara komast í tímana mína!!! argastagarg!! Hjálp!!
Endilega komið með hugmyndir, hvað er hægt að gera? Mér hefur dottið í hug að senda forsetanum bréf…. en kannski virkar það ekki… en kannski, ég ætla að reyna á það… en eruð þið með hugmyndir?!
Kveðja Kvkhamlet