Það byrjaði þegar ég var 10 ára, þá var ég kominn vel inn í tónlistina og langaði til að læra á hljóðfæri, þá áttum við píanó og ég byrjaði að fara í tónlistarskóla að læra á píanó og gekk það ágætlega.
En það entist nú ekki meira en eitt ár, þar sem ég hafði misst allan áhuga á því og þar sem að ég var á þeim aldrei þá hafði ég ekki beint áhuga á píanótónlist en ég lærði þó nokkur undirstöðuatriði og lög af píanóinu. svo skipti ég yfir í gítarinn, mig langaði þá mjög að eignast rafmagnsgítar gítar og þá var ég svo heppinn að bróðir minn átti hofner rafmagnsgítar og einhvervegin magnara(man ekki tegundina). Svo ég byrjaði aðeins að fikta á hann og fór að læra nokkur grip. ég byrjaði aðeins að hlusta á rokk og reyndi að læra svona allléttustu lögin og tókst það ágætlega. En svo fljótlega misti ég áhugann og lagði gítarinn frá mér í 2 ár.
Svo þegar ég var kominn í 7. bekk þá seint í honum fór ég að fíla metal tónlist eins og korn og system of a down og þannig, þá tók ég aftur upp gamla rafmagnsgítarinn og fór í tónlistarskóla og lærði þar að spila þvergrip, yfirtóna, ‘Vibrado’, tremolo og allt þetta stuff, á fannst mér þetta mjög gaman og lærði samfell í þessum skóla í eitt og hálft ár.
Svo í áttunda bekk var ég kominn í þyngri og betri metaltónlist eins og Megadeth, Metallica og slayer og byrjaði að spila lög með þeim á fullu, svo þarna seinni hlutann á 8. bekk langaði mig til að spila solo, ég Hafði þegar lært alla helstu skalanna í tónlistarskólanum og byrjaði þannig bara að fiba mig áfram í að spinna solo, ég æfði mig vel og lengi á hverjum degi og var í lok 8. bekkjar vel búinn að læra að spinna solo. svo æfði ég mig auðvitað allt sumarið á þessu öllu og lærði fullt af lögum og var byrjaður aðeins að læra solo eftir aðrar hljómsveitir.
Svo í níundabekk fór ég í hljómsveit með 3 öðrum gaurum og við byrjuðum aðeins að taka nokkur lög og þannig, sem var mjög gaman. Svo um jólin í níundabekk þá fékk ég nýjan rafmagnsgítar, sem var mjög fínt þar sem að gamli gítarinn hans bróður míns var orðinn frekar þreyttur en þetta var semsagt Dean Xplorer og var ég mjg ánægður með hann, ég byrjaði að æfa núna á fullu með hljómsveitinni minni og æfði mig sjálfur mjög mikið. Svo byrjuðum við að spila á nokkrum showum og var það allt mjög gaman og gekk vel.
Svo í tíundabekk(sem ég er núna í) héldum áfram en breyttum nafninu á hæljómsveitinni og fengum nýjan meðlim. Við héldum bara áfram að spila á showum og svo þegar ég átti afmæli í október, þá fékk ég nýjan magnara, sem var frábært því að gamli magnarinn var orðinn ónýtur. En þessi nýji var 75 Watta Randall magnari, sem ég var mjög ánægður með:D.
Svo hélt ég bara áfram að spila með hljómsveitinni minni og æfði mig vel á fender kassagítarinn minn sem ég fékk i níundabekk og svo er sagan bara ekki komin lengra..