Jæja þetta byrjar allt saman um jólinn 2003 þar sem að ég var úti í Svíþjóð hjá pabba.
Einn daginn ákváðu bróðir minn og pabbi að kíkja í hljóðfæraverslun (enda pabbi gítarleikari og bróðir minn trommari)
svo að ég ákvað bara að koma með.
ég veit ekki afhverju en allt í einu inní búðinni langaði mig rosalega að byrja á bassa ? en afhverju bassa? get nú eiginlega ekki svarað þessari spurningu
öruglega vegna þess að uppáhalds tónlistarmaðurinn minn var Steve Harris (Bassaleikari - Iron Maiden).
Ég hugsaði lítið um annað en að byrja að spila á hljóðfæri meðan ég var úti, svo kom af því að í Janúar kom ég heim.
Þá voru vinir mínir byrjaðir að spila á hljóðfæri. Ég fór strax að tala við mömmu og pabba um þetta og það þurfti nú ekki mikið til að fá “já”
Ég byrjaði að skoða Bassa á netinu, og var þá loksins búinn að finna þann rétta “Epiphone Thunderbird”.
Ég keypti hann í gegnum Shopusa á uþb 37.000 en hann átti að kosta um 72.000 hér á landi, ég fékk bassan svo 28. Mars 2004 og byrjaði að spila á fullu.
Áhuginn var í fullu allveg lengi þar sem ég lærði lög eftir tabi en nennti ekkert að byrja að læra hjá kennara.
Fyrst “hljómsveitin” sem ég var í get ég nú ekki einu sinni kallað hljómsveit, við spiluðum einu sinni og svo veit ég ekki hvað varð úr því
Þegar ég hafði spilað í sirka ár missti eg áhugan á því að spila sömu lögin aftur og aftur, enda var ég ekki í hljómsveit vinir mínir voru í hljómsveit saman en það var annar vinur minn á bassa líka.
Sumarið 2005 fékk ég áhuga aftur þegar ég kynntist forritinu GuitarPro, fór ég þá allveg á fullt aftur og dustaði rykið af Epiphone-inum.
Byrjaði á að læra helling af Iron Maiden lögum og var farinn að ná góðum tökum á að spila þau og ég var mjög ánægður með hvað ég hefði náð góðum framförum.
Fyrsta árið í menntaskóla:
Ég man eftir fyrsta ensku tímanum við áttum að standa fyrir framan bekkinn og segja bekknum hvað við hétum og hver áhugamálin okkar væri, og ég sagði auðvitað að spila á bassa.
Þar kynntist ég gítarleikara sem ég byrjaði svo að spila með seinna og er enn að spila með en gengur allveg þokkalega hjá okkur að semja tónlist (spilum Thrash/speed metal)
Svo leið skólinn og allt gekk vel.
Í Byrjun skólans 2006 fór ég síðan í aðra hljómsveit en var samt enþá í hinni, allavega þá gengur okkur svona upp og niður núna.
Í Oktober keypti ég mér svo nýjan bassa: Fender P-bass standard og er mjög ánægður með hann.
núna er ég hér í dag ólærður og þokkalega ánægður með framistöðuna :)
takk fyrir.