Þetta byrjaði allt sumarið 2003. Vinir mínir voru í hljómsveit og mig langaði að vera með. Ég sagði við pabba minn að mig langaði að læra á bassa til að vera með í hljómsveit. Pabbi sagði mér að ef hann myndi kaupa bassa handa mér myndi ég bara spila á hann nokkrum sinnum og henda honum svo út í horn og snerta hann svo ekki aftur. En ég hélt áfram að suða í honum. Einn daginn var að sækja mig frá vini mínum, sagði hann mér að kíkja í baksætið á bílnum. Ég trylltist af gleði, þetta var blár yamaha bassi og byrjenda pakki. Svo keypti hann effectara og sagði mér að stinga svo bara heyrnatóli í hann og spila. Ég horfði á “Absolute Beginners Bass” myndbandið og lærð þar að spila eithverja scala og svoleiðis. En svo skráði pabbi mig í GÍS og þar var ég að læra á bassa með Jóni Ólafssyni. og lærði hjá honum að spila lög og fleira. Og svo um sumarið spilaði ég aðeins með vinum mínum í hljómsveitinni “SHJAKATÁ” og skildi svo bassan minn eftir hjá einum vini mínum eitt kvöld og nennti svo aldrei að ná í hann, svo náði ég í hann og nennti aldrei að spila á hann, ég sé enþá rosa eftir því. Svo skráði pabbi mig á aðra önn í GÍS. Þar var ég hjá Pétri, hann kenndi mér að spila eftir nótum og fleira. Svo kom sumar og ég spilað ekkert með öðrum. Svo fór ég á 3 önnina mína og var þar hjá honum Bjössa og er þar enn. Núna er ég að spila með nótum og er mikið að picka upp. Svo var það einn daggin. að ég og 3 aðrir vinir mínir stofnuðum hljómsveitinna ThE ScArEcRoWs. Núna erum við bara að spila niðri í stúdíóinnu nirí skóla en flytju brátt inní Bílskúr.
Þetta var sagan mín á BaSSa! Vona að þið hafið haft gaman að.
hanagalid.
Seríos er gott…