Hvernig ég fæ flottasta soundið úr bassatrommunni minni... Batter Head

Ég byrja á að taka Batter Head-inn af til að stilla það. Þegar ég er búinn að því þá tek ég skrúfurnar og skrúfa þær eins fast og ég get með puttunum, allar skrúfurnar ;). Svo nota ég oftast system sem kallast “Tensioning Pattern”. Þá nota ég það og sný öllum 180°. Svo sný ég öllum aftur 180°, heilan hring :). Þá er ég búinn með Batter Head-inn.

Resonant Head

Sömuleiðis byrja ég á að taka Resonant Head-inn af til að stilla hann uppá nýtt. Þá tek ég aftur skrúfurnar og skrúfa þær eins fast og ég get með puttunum. Svo nota ég að sjálfsögðu Tensioning Pattern í þetta og sný öllum skrúfunum í 180° hring, ekki meira. Þá er ég búinn með Resonant Head-inn.

Inní Bassatrommunni

Það er oftast þægilegt til að dempa hljóð og þannig að setja kodda eða teppi inní bassatrommuna. Ég sjálfur finnst mjög þægilegt að hafa 2 – 3 kodda inní henni. Að sjálfsögðu set ég koddana þá inní áður en ég stilli hana :D. Koddarnir sem ég nota eru 3. Tveir venjulegir sófakoddar og svo koddinn sem fylgdi með settinu. Ég læt koddann sem fylgdi settinu neðst niðri. Svo læt ég hina tvo lárétt, einn alveg við Batter Head-inn og hinn fyrir aftan hann. Þá þrýstist einn koddinn svolítið á Batter Head-inn og staðinn sem kickerinn fer. Þannig er það sem ég hef koddana.

Pedalar

Eins og allir ættu að vita eru pedalar mjög mikilvægir til að fá flott sound og sömuleiðis kickerinn sem fer í skinnið. Ég hef samt ekki mikla reynslu af pedulum. Ég á núna Gibraltar Avanger Doublekicker sem ég er bráðum að fara að skipta út. Ég mæli alveg með svona frekar ódýrum doublekickerum fyrir þá sem eru að prófa og til að fíla doublekickera áður en þeir færa sig í hærri klassa. Samt helstu kickerarnir sem ég get mælt með eru Tama Iron Cobra, DW kickerarnir, dýrari Yamaha kickerarnir og Axis Longboard.

Skinn

Á Batter Head-inn er ég ennþá með PDP skinnið sem fylgdi með settinu og á Resinant Head-inn er ég með svart Evans skinn með 5” gati og einhverjum muffling hring sem er hægt að setja í hringinn.


Svona stilli ég bassatrommuna mína og ekkert skítkast. Ef ykkur finnst þetta léleg grein haldið því þá bara fyrir ykkur.
Mike Portnoy: Do you guys know how long it took to find a gravestone with the name Victoria Page, and the dates 1905-1928 on it?! Took us months!