Hljóðfærasaga mín & Framtíðaráform. Halló kæri huganotandi.

Ég hef ákveðið að skrifa hljóðfærasögu og framtíðaráform mín fyrir ykkur.

Þetta byrjaði allt árið 1999 þegar bróðir minn fermdist, hann fékk lítinn klassískann gítar frá frænda okkar sem hann notaði aldrei svo að hann gaf mér hann þar byrjaði þetta eiginlega.
Þessi kassagítar er (ótrúlegt að ég eigi hann enþá) bara drasl enn hann fékk mig til að fara á námskeið fyrir byrjendur hjá Ólafi Gauk.
Enn því miður eftir námskeiðið missti ég allann áhuga á gítar svo að ég seldi vin mínum kassagítarinn á fimm þúsund krónur og hann nauðgaði gítarnum til helvítis (ekki bókstaflega) og þetta fékk hann til að kaupa sér annann gítar og halda áfram að spila.
Enn svo nokkrum arum seinna árið 2004 fékk ég altíeinu áhuga á gítarspili aftur og þegar ég fermdist fékk ég Dean Playmate og 75 watta line 6 spider II magnara frá foreldrum mínum,ég spilaði á gítarinn út í eitt enn sagan endurtekur sig eftir eina ferð niðrí bæ að kaupa strengi þá prófaði ég Washburn Taurus 14 bassa og ég missti bara allann áhuga á gítarnum.
Nokkrum mánuðum sienna keypti ég Washburninn og keypti mér Fender Rumble 100 bassamagnara.
Ég fékk svo mikinn áhuga á Slap tækninni eftir að ég byrjaði að hlusta á PRIMUS og ég æfði mig mikið að slappa og poppa og líka að tappa.
Ég skráði mig hjá GÍS í tvær annir þar sem ég lærði hjá honum Hrannar Freyr Abrahamsen og hjálpaði hann mér mikið að læra slap, pop, tap og allann fjandann.
Um jólin 2005 fékk ég ferð til London í jólagjöf frá ömmu og afa og í mars síðastliðinn keypti ég mér Spector performer 4 string deluxe bassa, eftir að ég sá þenann bassa í búðinni þá vissi ég að ég myndi kaupa hann á einn hátt eða annann. Ég átti því miður ekki fyrir honum enn ég fékk lán hjá frænda mínum eftir að faðir minn leyfði mér ekki að kaupa bassan.
Foreldrar mínir voru reiðir útí mig í smá tíma fyrir að kaupa bassann enn þau róuðu sig loksins niður.

Þetta var stutt saga mín á hljóðfæri.

Framtíðaráform


Framtíðaráform mín eru að kaupa mér eftirfarandi.

Lakland fretless fjagra stengja bassa. Bassinn verpur örruglega tobacco sunburst með maple háls og bartiloni picköppum.

Ashdown box og haus. verpur örruglega ABM EVO II gerðinar enn hver veit .

Ned Steinberger raf-kontrabassi langar ógeðslega mikið í raf-kontrabassa og hef ákveðið að fá mér einn EU Series bassa frá þeim örlítið ódýrari enn örruglega mjög góiðin.

Og ég ætla líka að fjármagna í heimastúdíó-i enn ég er ekki í miklum pælingum um það núna.


Kveðja ZOLTRON.