OK í fyrsta lagi, sama hversu góður þú ert þá geturðu alltaf lært meira, og hefur gott af því.
Mér er alveg sama hver segir að þú sért góður, þú getur verið að venja þig á ósiði sem getur aftrað þér að verða betri sjáðu til.
Ef þú spilar t.d. Master of Puppets með Down Stroke eingöngu þá myndi ég telja það fjandi gott (og tel það fjandi gott að þú getir það strax eftir ár (og finnst enn betra að 13 ára spili Metallica :) ))
Ég myndi fara að læra, því sjálfmenntun er ekki góð nema þú sért eitthvað eins og Gummi P., undrabarn.
Ég sjálfur er sjálfmenntaður í 8 ár og er að sparka í rassinn á mér núna fyrir að hafa aldrei farið að læra.
En þú verður líka að muna það er eitt að spila lögin og annað að SPILA lögin, ef þú fattar hvað ég er að meina.
Maður getur t.d. verið að spila blús með engri tilfinningu, þá er maður kannski teknískt góður en samt ekki góður. Þú fattar. Ég er bara að gefa þér mín bestu ráð sem ég hef rekið mig á og vil helst að fólk þurfi ekki að lenda í því að horfa uppá það einn daginn að vera einmitt að sparka í rassinn á sér fyrir að hafa aldrei lært.
Kauptu góðan gítar. Gítarinn þarf að halda stillingu helst í marga daga. Gítarinn skiptir meiru en magnarinn, því magnarinn getur komið seinna, þú hefur ekkert við magnara að gera en engan gítar sjáður til.
Hvort þú spilir lögin rétt er eitt, ég get alveg spilað Master of Puppets en ég spila það rangt, en ég er svo sem ekkert að pæla í því ;)
Þetta eru bestu ráðin sem ég get gefið þér með þessar upplýsingar sem þú gefur
ViceRoy