Mín stutta hljóðfæra saga Jæja ég svona hef verið í tónlist í nokkur á og ég ætla að segja ykkur hvað ég er búinn að áorka.


Jæja í fyrsta bekk þá var það gert að skildu að æfa á blokkflautu. Það var þá sem ég bjó á Eiðum og gekk þar með í Eiðaskóla. Mig minnir að ég hafi tekið fyrsta-stig því ég var víst mjög duglegur að æfa mig heima samkvæmt kennaranum mínum, Mýnervu.


En blokkflauta var ekki beint það hljóðfæri sem mér langaði að eyða æfinni með þannig ég ákvað að byrja á harmonikku eins og afi minn og margir aðrir menn í ættinni. Þetta var reyndar pirrandi eftir einhverja stund, því alltaf á samkomum og ættarmótum var ég beðinn um að koma fram og spila. Mér líkar ekkert sértaklega við að fara upp á svið og spila fyrir fullt af fólki óæfður og þegar ég veit ekkert hvað ég á að gera.


Fyrsta ár mitt á hormonikku æfði ég hjá Mýnervu, sem að kunni reyndar ekkert á harmonikku en tók sig saman og lærði það, því að henni langaði til að kenna mér á hormonkkinu og henni fannst þetta heillandi hljóðfæri. Svo gerðist það að Eiða og Egilsstaðaskóli sameinuðust þannig á fyrsti og annar bekkur fóru í Eiðaskóla og allir hinir í Egilsstaðaskóla. Sömuleiðis flutti Mýnerva svo til Mývatns þannig að enginn kennari fannst til að kenna á harmoniku.


Í fjórða bekk kom svo Torvald nokkur Gjerde (Norðamaður og arganisti) í tónlistarskólan og var einmitt harmonikukennari með fleiru. Hann hringdi síðan í mig og spurði hvort ég hefði ennþá áhuga á að læra á harmoniku og ég sló til. Ég æfði í fjögur ár í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum þangað til kennarinn minn fór að kenna í Tónlistar- skólanum í Fellabæ. Ég neyddist þá til þess að fara alltaf þangað í tíma sem var reyndar ekki það slæmt en gat skapað vesen í kringum fjölskylduna og þannig. Svo hætti ég eftir þrjú stig á harmoniku og átti eftir að taka fjórða um haustið en það var rétt áður en ég hætti, þannig ég kláraði það aldrei.


Svo núna er ég í tíunda bekk og byrjaði að æfa á hljómborð eða píanó því að kennarinn vill frekar að ég æfi á píanóið, svo ég verði hraðari í höndunum. Núna bara vona ég að öll þessi ár á harmoniku komu til góðs á píanóið þrátt fyrir slæma byrjun. Ég missti af tveimur fyrstu tímunum og mundi í hvorugt skiptið að láta vita og mamma hafi hótað að láta mig hætta. Þess má bæta við að ég var framan á Harmonikkufélagsblaðinu, 1 tölublaðinu árið 2004.


Takk fyrir mig.