Það er þriðjudagur, ég sit í sófanum heima og er að horfa á KR vinna Þrótt í undanúrslitum bikarkeppninar með einu marki. Þar sem leikurinn var að klárast ákveð ég að vippa upp fartölvunni og skella mér í skemtilegt forrit sem heitir word og skrifa litla grein um hljóðfærareynslu mína og sögu,
Það byrjaði allt þegar að ég var í fyrsta bekk og móðir mín bauð mér og tvíburasystur minni að hefja tónlistarnám í tónlistarskólanum Do, Re, Mí (frumlegt) en bróðir minn byrjaði nám þar árið áður.
Ég byrjaði ásamt öðrum krökkum á svipuðum aldri í því sem kallað er forskóli en þar lærir maður að lesa nótur og flytja þær yfir á blokklautu, sem er vanmetið og misskilið hljóðfæri.
Þar var ég í tvö ár og spilaði á einhverjum tónleikum á vegum skólans, ekki einungis á blokkflautu heldur líka á litlar trommur, sem ég veit ekki hvað heita, og einnig söng maður stundum undir.
En eftir að ég var búinn að ljúka því námi gaf kennari minn í forskólanum, og síðar tónfræði minn til margra ára, mér blað sem ég gat gert lítinn kross á og með því valið mér hljóðfæri til að spila á í framtíðinni, og var píanóið fyrir valinu.
Fyrsta árið eða svo sat ég í litlum bílskúr með kennara mínum og skólastjóra Do, Re, Mi, og glamraði á píanó en það ár fór að mestu leiti í að læra á píanóið, hvað og hvar nóturnar voru. Ég var fremur ungur á þessum tíma og man ekki mikið en þó nokkuð inn á milli svo sem að ég var í tíma fyrir skóla enda byrjaði skólinn hjá mér kl. 12:10.
Skólinn do, re, mí, hefur á sínum árum, sem ekki eru mörg, verið í nokkrum húsum en þegar ég byrjaði var hann staðsettur í Melaskól en nú er hann til húsa á efri hæð Frostaskjóls sem er íþróttahús Knattspyrnufélags Reykjavíkur eða KR.
Núna var ég að byrja á öðru ári í mentaskólanum við sund og hef verið í tónlistarnámi alla skólagöngu mína. Á þeim tíma hef ég spilað á yfir 50 tónleikur (misstórum þó) auk þess að leika inngönguvalsinn i brúðkaupi frænku minnar. Þrátt fyrir þessa reynslu mína, ef ég má kalla það, þá eru taugarnar alveg að fara með mig fyrir hverja tónleika, en eftir fyrsta lagið vill maður helst spila þangað til að líftíma mans líkur.
Ég er ekki viss með tónlistarnám mitt á komandi vetri en líklega mun ég vera bara í léttu námi ef nám skal kalla því ekki verður mikil áhersla lögð á það, en næsta ár sæki ég líklega í einhverja aðra tónskóla.
En nú fyrir stuttu skellti ég mér í Hljóðfærahúsið og u.þ.b. 15 mín. síðar gékk ég út með Ibanez gítar(eingan dýran samt), sem ég nota við og við einungis til dægrarstyttingar og gamans.
Jæja nú held ég bara að það sé komið nóg og við ég byðjast afsökunar á öllum stafsetninga-, mál- og innsláttarvillum.