Ég held að ég sé knúinn til þess að skrifa grein um nýleg viðskipti mín við Guitartrader (www.guitartrader.com).
Þetta byrjaði allt þannig að vinur minn og félagi er staddur úti í USA, NY nánar tiltekið. Hann sá fram á að versla sér ekki gítar á meðan hann væri staddur úti þannig að ég ákvað að athuga hvort að ég myndi ná því að láta senda gítar til hans.
Ég byrjaði á því að ‘froogle’ gítarinn til að fá upp á hvaða verði hann væri í boði. Ég leitaði eins og ég gat inn á helstu síðunum: www.music123.com, www.zzounds.com, www.wwbw.com, www.sweetwater.com til þess að reyna að finna út hvar búðirnar/vöruhúsin voru staðsett upp á stystu vegalengdina til NY. Út frá verði og ‘free-bees’ ákvað ég að athuga með Guitartrader. (Þeir eru notabene staðsettir í CA).
Ég hringdi út til þeirra vegna þess að ég þurfti að hafa snör handtök vegna þess að það var þriðjudagskvöld. Ég hitti þar á einn gaur sem lagði ótrúlega á sig til þess að láta þetta ganga upp.
Ég pantaði því gítarinn (Fender 60th Anniversary Telecaster USA) og fékk með honum míní-magnara, gítarsnúru, gítarstand, tuner og auka sett af strengjum. Ég athugaði með sendingarmöguleika og hvað væri í boði hjá þeim í sambandi við það. Hann bauð mér upp á ‘2 day air’ með UPS og sagðist mundi sjá til þess að gítarinn myndi ná til NY á fimmtudag, seinasta lagi föstudag.
Ég borgaði með PayPal og á meðan ég var að vinna í því þá fór hann sjálfur og tók allt til fyrir mig.
Á fimmtudaginn bólaði ekkert á gítarnum og tracking-númerið virkaði ekki en ég ákvað að bíða aðeins með að stressa mig á þessu. Á föstudegi var komið annað hljóð í mig þannig að ég hringdi aftur út og fékk að tala við gaurinn sem afgreiddi mig. Hann gaf mér upp nýtt tracking-númer sem sýndi að gítarinn hafði komið til NY á fimmtudeginum en af því að félagi minn var ekki skráður til heimilis þar sem hann var þá stoppaði gítarinn hjá UPS í NY. Hann ætlaði að hringja fyrir mig í UPS og fixa þetta vandamál. 3 mínútum síðar fékk ég mail frá kauða þar sem hann sagði að hann væri búinn að redda þessu en að gítarinn yrði ekki keyrður út fyrr en á mánudeginum en það væri hægt að sækja hann til afgreiðslu UPS. Félagi minn fór og sótti gítarinn og ég fæ hann í hendurnar á þriðjudaginn!
Ég er því ótrúlega sáttur við ótrúlega góða og persónulega þjónustu sem ég fékk hjá Guitartrader og mun hiklaust versla við þá aftur.
Guitartrader er skv. www.froogle.com með gítarinn ódýrastann (þó það muni ekki nema $0,99) en hinar búðirnar eru ekki með aukadótið sem ég fékk með.
Fyrir sendinguna til NY frá CA (sem er nokkurn veginn ‘coast to coast’ eða þvert yfir Bandaríkin) borgaði ég $58 og það er greinilegt hjá UPS með tracking-númerinu að gítarinn var sendur út á þriðjudeginum (pantaði hann um 9-10 leytið að íslenskum tíma) og var kominn til New York á fimmtudeginum.
Það besta við þetta allt saman er að þeir hjá Guitartrader senda út um allan heim og það er ótrúlega þægilegt að eiga við þá viðskipti.
Í alla staði frábær þjónusta sem ég mun örugglega nýta mér aftur og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama. Ef félagi minn verður rukkaður um toll þegar hann kemur með hann í flugi til baka þá verður heildarverðið um 100þúsund og spara ég mér þá 50þúsund með því að versla við þá heldur en að taka hann hérna hjá Hljóðfærahúsinu.
Endalaust sáttur!
Samick