Floyd Rose Margir hafa spurt um þessar brýr og hvernig þær virka og því hef ég ætlað mér að reyna að svara spurningum ykkar um Floyd Rose núna eins vel og ég get fyrir alla að sjá.


Floyd Rose
Þegar ég segi fljótandi brýr þá er ég aðallega að tala um þessi kerfi eins og Floyd Rose og Edge Pro sem ég var búinn að nefna hér á undan. Sem eru læst kerfi. Þau virka þannig að við höfum til staðar brúnna, gormana og stólinn undir gítarnum til að krækja gormunum í. Auk þess sem að til staðar er séstakt nut sem hægt er að læsa.

Fljótandi brýr virka í grófum dráttum þannig að maður verður að jafna kraft togsins frá gormum undir gítarnum til að vera sá sami og krafturinn frá strengjunum sem togar í brúnna. Afþví að ef þú lagar það ekki þegar þú t.d. skiptir um þykkt á strengjum, þá á brúin eftir að halla áfram eða afturábak afþví að spennan er önnur en á gömlu strengjunum. Þykkari strengir toga meira í en þynnri strengir og þessvegna eru t.d. alltaf notaðir þykkari strengir ef þú ætlar að spila í doppuðum tune-ingum. Annars getur þú bara hreinlega ekki stillt gítarinn eða kannski þú gætir það, en með miklum erfiðleikum og leiðindum (og hann myndi sánda ömurlega).

Að skipta um þykkt á strengjum
Vegna þess að Floyd Rose er fljótandi kerfi þá ertu kannski að stilla B strenginn og stillir svo e strenginn og spilar svo B strenginn aftur þá hefur hann afstillst. Þetta er útafþví að kerfið er fljótandi, s.s. þegar þú togar í einn streng þá lyftist öll brúin með og því slaknar á öllum hinum strengjunum um leið. Þetta er það sem gerist þegar þú ert að stilla Floyd Rose.

Og ef þú ert að skipta um þykkt á strengjum, ert kannski að nota .009 strengi og ákveður að fara að nota .010 strengi. Vegna þess að .010 strengirnir eru þykkari þá toga þeir meira í en .009 strengirnir. Þannig að ef þú myndir taka gömlu úr og setja nýju strax í án þess að stilla brúnna eitthvað fyrst þá myndi brúin byrja að lyftast hægt og rólega upp þegar þú ætlar að stilla gítarinn í rétta stillingu. Brúin myndi lyftast upp þangað til að þú nærð réttri stillingu, þú nærð réttri stillingu en brúin stendur út í loftið!
Þetta gerist útafþví að þú varst með gítarinn stilltann með sama togkraft undir honum í gormunum og togkraftinn sem .009 strengirnir höfðu. Núna þegar þú ert með .010 strengi sem toga meira en .009 strengirnir þá er minni togkraftur í gormunum heldur en í strengjunum og því lyftist brúin til að reyna að jafna styrkinn. Það er einmitt það sem er að gerast þegar brúin lyftist svona upp og því lyftast strengirnir frá hálsinum, sem er ekki gott. Það sama gerist þegar þú ert að skipta úr þykkari strengjum í þynnri strengi nema þá dettur brúin niður vegna þess að togkrafturinn í gormunum er meiri en hjá strengjunum.

Hvað geturðu gert til að laga þetta?
Það sem þú þarft að gera (ef þú villt gera það sjálfur, getur alltaf sent hann í stillingu og látið aðra gera þetta fyrir þig). Það sem þú þarft að gera er að opna gítarinn að aftan, og eins og í þessu tilfelli þar sem þú ert að færa þig í þykkari strengi þá þarftu að sjá til þess að gormarnir togi meira í til að fá brúnna lárétta við body-ið. Til þess að framkalla meiri togkraft þá þarftu að færa járnplötuna sem gormarnir eru festir í aftar. Þú s.s. skrúfar hana innar.

PASSAÐU ÞIG SAMT Á ÞVÍ AÐ HAFA EKKI MIKLA SPENNU Á STRENGJUNUM ÞEGAR ÞÚ GERIR ÞETTA ÞVÍ ÞÁ GETURÐU SLTIIÐ STRENGINA!!!

En þetta gerirðu þangað til þú finnur rétta staðinn til að jafna út togkraftinn og þá ætti brúin að vera komin aftur niður, reyndu að fá brúnna eins samsíða við gítarinn og þú getur.

Að skipta um tune-ingu
Ef þú ætlar þér að spila í dropped tune-ingum þá þarftu að gera það sama og þegar þú ert að skipta um þykkt á strengjum. Í fyrsta lagi þá þarftu að fá þér þykkari strengi afþví þú ert að fara að minnka togkraftinn á strengjunum, ef þú skiptir ekki um strengi þá er líklegt að þú getir bara hreinlega ekki stillt gítarinn rétt og hann myndi hljóma ömurlega eins og ég sagði áðan.

Núna þegar þú ert kominn með þykkari strengi þá þarftu að gera það sama með plötuna undir gítarnum, færa hana til þangað til þú finnur rétta staðinn fyrir hana. En svo eins og ég sagði þá er alltaf fínt líka að senda hann bara í uppsetningu fyrir þetta ef þú treystir þér ekki að gera þetta sjálfur.

Að skipta um strengi almennt
Þegar þú ert almennt að skipta um strengi þá finnst mér best að taka mér 9V batterý taka stöngina á Floyd-inu og ýta henni niður svo ég get staðsett batterýið undir brúnna. Þetta er bara til þess að maður standi ekki í neinu veseni með að brúin sé að detta niður á meðan þú setur strengina í.

Mér finnst best að byrja á því að setja batterýið undir, losa svo skrúfurnar í nut-inu. Byrja svo bara að taka einn streng úr og skipta. Tek bara einn streng í einu, afþví að ef þú tekur alla út í einu þá er það svo mikil breyting fyrir hálsinn að vera með svaka spennu og síðan alltíeinu enga spennu, sem getur orsakað það að hann vindi upp á sig. En ef þú þarft að þrífa hálsinn og gítarinn vel þá er alltílagi að taka þá alla í burtu. Það er í lagi stöku sinnum, en alls ekki fara að gera það of oft!

Svo þegar þið eruð búin að skipta um strengi og ætlið að fjarlægja batterýið þá verðiði að passa það að einn strengur sé ekki stilltur mikið hærra en hinir. Því annars getur hann slitnað.

Aðeins nánar um gormana
Það er svolítið álitamál hvernig þú vilt raða gormunum upp. Sumir segja að það sé betra að raða þeim samsíða s.s.:

|||

En aðrir vilja hafa þá svona:

\|/
(þar sem þeir endar á gormunum sem eru næstir hvor öðrum tengjast í brúnna)

Eins og ég sagði þá er þetta álitamál. En ég er á þeirri skoðun að ||| stillingin sé best, þar sem hún heldur jafnt í bæði hliðar brúnnar sem og miðju sem gefur góðann stöðuleika. Það verður aðeins erfiðara að toga í whammy stöngina auk þess sem að það verður aðeins erfiðara að beygja strengina. Ef þú vilt fá sterkaa og straustbyggða strengi þá mæli ég með að raða þeim samsíða.

Seinni aðferðin skilar í rauninni sama árángri fyrir utan það að þá hefurðu ekki góðann stöðuleika í horn brúnnar og því verður brúin óstöðugri.


Þá er alltsaman komið sem mér dettur í hug í sambandi við viðfangsefnið. Vona að þetta hafi hjálpað fólki að skilja eitthvað í sambandi við það hvernig þetta kerfi virkar.

Og hafiði í huga að þetta er vissulega flóknara kerfi en allar þessar Strat brýr og allur sá pakki. En það þýðir ekkert að þú þurfir að gefast strax upp á þessu. Vissulega tekur það sinn tíma að læra almennilega á þetta og venjast þessu en svo er bara hægt að nota þetta í svo marga hluti að það getur borgað sig á endanum.
En auðvitað er ég ekki að segja ykkur að það sé best að vera með gítar með Floyd Rose, það er bara mjög misjafnt. Mér finnst frábært að eiga gítar sem er án Floyd Rose en svo á ég líka annan með Floyd Rose :)
…djók