Fyrir stuttu sendi ég inn grein um ukulele sem var samþykkt en vegna smá mistaka hjá mér þá varð að taka hana aftur útaf, en núna er allt komið á hreint og greinin getur aftur komið

Margar greinar hafa verið sendar hér inn sem tengjast gíturum, bössum, trommum og fleiru svona svo að ég hef ákveðið að skrifa grein um ukulele. Í þessarri grein verður farið svoldið nákvæmt í suma hluta í henni.

Ukulele

Ukulele er hljóðfæri sem ekki margir kannast við, en ukulele er strengjahljóðfæri sem minnir á lítinn barnagítar með 4 strengjum.
Uppruni hljóðfærisins er rekinn til Hawaii en þangað komu 3 Portúgalir frá eyjunni Madeiru og bjuggu til hljóðfærið á Hawaii og seldu þar nokkrum árum seinna. Ýmsar sögur eru til um nafngiftina á hljóðfærinu og til dæmis er sagt að innfæddir sem sáu Portúgalina spila á hljóðfærið hafi orðið undrandi á hraða fingra þeirra, ukulele þýðir einmitt hoppandi fló á máli innfæddra, önnur saga segir að ukulele merki gjöfin sem kom hér, því uku þýðir gjöf eða verðlaun og lele sem merkir að koma á máli innfæddra (Hawaiiska). Enn fleiri sögur eru til af nafngiftinni og því hefur aldrei verið staðfest hvaðan nafnið kemur eða hvað það merki raunverulega, en sagan um það að fingur Portúgalans hafi litið út eins og hoppandi flær í augum innfæddra þykir einna líklegust.
Hinn týpíski ukulele er sagður í mjög furðulegum stillingum en hann er oftast stilltur G-C-E-A, frá þeim dýpsta til hins hæsta fyrir utan það að G-strengurinn er stilltur áttund ofar en þó eru til fleiri stillingar og einnig fleiri tegundir af hljóðfærinu, s.s. baritón ukulele og tónleika ukulele.

Hljóðfærið er lítið og einstaklega þægilegt til þess að ferðast með og er á tíðni sem skerst ekki á við talmál og því er lítið mál að tala meðan spilað er á ukulele þó svo að hljóðfærið geti verið nógu hávært til þess að spila með lögum í veislu og gott hljóðfæri til að taka með í útilegur og fleira.

Það þekkta fólk sem hefur spilað á ukulele eru til dæmis Elvis Presly, Jimi Hendrix og ukuleleleikarinn, Israel Kamakawiwo’ole frá Hawaii, sem setti saman lögin “Somewhere Over The Rainbow” og “What A Wonderful World” á eftirminnilegan hátt, en sú útgáfa hefur verið notuð í ýmsum auglýsingum (Umferðastofan notaði lagið í auglýsingu fyrir sig fyrir örfáum árum) og kvikmyndum, þ.á.m. myndinni “50 First Dates”. Hann er sá maður sem sagður er hafa náð hvað bestum árangri á hljóðfærið og er einna þekktasti ukuleleleikarinn en hann náði miklum vinsældum víða um heim meðan hann lifði.

Israel Kamakawiwo’ole dó einungis 38 ára gamall árið 1997 úr bráðvinnri lungnaskemmd vegna mikillar offitu sem hann átti við að stríða, um tíma vó hann yfir 350 kg. Fyrsta dag minningarathafnar hans hans, sem fram fór í stóru húsi í Honululu, komu yfir 10.000 manns til þess að minnast hans.

Hljóðfærið fæst hér á landi til dæmis í Tónastöðinni, Skipholti 50d, Tónabúðinni, Skipholti 21 Reykjavík og Tónabúðinni Sunnuhlíð 12 Akureyri frá 2.900 krónum og upp úr. Einnig er hægt að kaupa kennslubækur fyrir hljóðfærið í Tónastöðinni að sjálfsögðu á góðu verði.

Endilega gagnrýnið þessa grein, en þó ekki fara útí neitt skítkast.
It's dolemite baby!!!