Fimmundahringurinn er notaður til að finna hvaða formerki eru í hvaða tónstigum/tóntegundum.Ég vísa hér í grein sem var skrifuð hér á þessu áhugamáli sem útskýrir að hluta ágæti fimmundarhringsins.
Þetta er vissulega rétt sem kemur fram í þessari grein, en mér finnst þetta aðeins vera brot af notagildi fimmundarhringsins.
Ég les ekki nótur (mikið) en nota samt fimmundahringinn mikið. Ákvað ég því að skrifa grein sem útskýrir praktískt notagildi fimmundarhringsins fyrir ALLA hljóðfæraleikara og aðra tónlistarmenn.
—
Það sem Fimmundarhringurinn (sem kallast fjórundarhringur ef farið er rangsælis eftir honum) er raunverulega, er teikning sem sýnir með einföldum hætti hvaða hljómar / tónstigar eru skildir. Það eru margar leiðir fyrir tónlistarmenn til að nýta sér krafta fimmundarhringsins.
Sem dæmi veit ég til þess að plötusnúðar (DJ'ar) nota fimmundarhringinn til að blanda saman lögum þannig að þau falli saman, ekki bara í tíma heldur líka tónalega séð, þá myndi t.d. söngurinn úr sitthvoru laginu, með sitthvora tóntegund fitta saman. En það væri annars mjög vont í eyrun að hlusta á tvo söngvara syngja sitthvort lagið, jafnvel þótt þeir væru í takti ef þeir eru ekki að syngja nokkurnvegin sömu tónana ;)
sjá lesningu um þessa tækni hér —>>> http://www.jeffvyduna.com/blog/archives/2005/02/djs_use_the_cir.html <<<—
Svo nýtist fimmundarhringurinn hinum almenna hljóðfæraleikara, sem er ekki með mikla menntun í tónfræðum, mjög vel uppi á vegg til að sjá fljótt og örugglega hvaða hljómar eða tónstigar passa saman.
Ég vill taka það fram og undirstrika að þegar ég tala um tónstiga í þessari grein gæti ég allteins verið að segja hljómar og öfugt, þessvegna tala ég stundum um hljóma og tónstiga á víxl. þessi fræði virka nefninlega líka sérlega vel fyrir rythma-leikara. Hafa ber þó í huga að fæstir hljómar innihalda alla tóna úr viðkomandi tónstiga (oftast: grunntón, þríund og fimmund).
Í þessari útskýringu á fimmundarhringnum ætla ég að láta sem ég sé að spila lag í Cdúr, en það gilda auvitað sömu grundvallar-reglur um allar hinar tóntegundirnar.
Góð mynd af hringnum —>>> http://www.carolinaclassical.com/scales/circle2.jpg <<<—
Þessi er aðeins einfaldari, mjög góð —>>> http://www.ukulelestrummers.com/Images/Circleoffifths3.jpg <<<—
Þessi mynd er fyrir þá sem vilja vera kúl ;) —>>> http://www.jeffvyduna.com/blog/archives/Circle5ths.gif <<<—
—
Til að byrja með er gott að gera sér grein fyrir því hvaða þýðingu “relative-minor” hefur fyrir grunntóntegund.
sem dæmi: Cdúr og Amoll tónstigar hafa alla sömu tónana og spilast því fullkomlega ofan í hvorn annan, en Amoll er því svokallaður “relative-minor” eða sub-mediant af Cdúr, afþví að A er sjötti (VI) hljómurinn í Cdúr tónstiga.
Grunntónn = Cdúr = C D E F G A B
Sexund = Amoll= A B C D E F G
Ef við lítum á mynd af fimmundarhringnum þá er hljómurinn hægramegin við grunnhljómin á alltaf fimmund ofar, eða dominant (V), og hljómurinn vinstramegin við er alltaf fjórðund ofar, eða sub-dominant (IV).
í þessu dæmi, ef C dúr er notaður:
Grunntónn (I) = Cdúr = C D E F G A B
Fimmund (V) = Gdúr = G A B C D E F#
Fjórund (IV) = Fdúr = F G A Bb C D E
Eins og þið sjáið þá munar aðeins einum tón á bæði tónstiga dom og sub- dom, því falla þeir einnig nánast-fullkomlega að grunnhljóminum.
Ef skoðaðir eru “relative-minor”-hljómar, á góðri mynd af fimmundarhringnum, fyrir bæði Dominant (G í þessu dæmi) og sub-dominant (F í þessu dæmi), þá eru það: Dmoll fyrir Fdúr sem kallast super-tonic (II) og hinsvegar Emoll fyrir Gdúr sem kallast mediant (III), eru tvíundar og þríundarhljómar af grunnhljóminum.
Þetta er afþví að: D er annar tónninn í Cdúr tónstiga og E er sá þriðji. Séu þeir spilaðir sem moll falla þeir mjög vel að Cdúr, en eins og þið sjáið munar aðeins tveimur tónum á þeim og grunntónstiganum.
Grunntónn (I)= Cdúr = C D E F G A B
Tvíund (II)= Dmoll= D E F G A Bb C#
Þríund (III)= Emoll= E F# G A B C D#
—
Þannig að ef við erum að spila lag í Cdúr getum við lesið út úr Fimmundarhringnum að eftirfarandi hljómar eru náskildir, falla vel saman og eru líklegir til að koma í laginu:
I = Cdúr
II = Dmoll
III = Emoll
IV = Fdúr
V = Gdúr
VI = Amoll
—
“En, hey það vantar sjöunda-hljóminn ?!”
það er auðvelt að finna sjöundarhljóminn á fimmundarhringnum með því að fara hálfskref niður frá grunntóninum. Ef við notum Cdúr væri sjöundi hljómurinn B7. þetta er auðvitað afvþí að B er sjöundi hljómurinn í Cdúr tónstiga. Við spilum því B sem sjöundarskala eða “mixolydian” (lesið ykkur til um “modes” til að vita meira).
Grunntónn (I)= Cdúr = C D E F G A B
Sjöund (VII)= B7 = B C# D# E F# G# A
eða = B Db Eb E Gb Ab A
Við fyrstu sýn virðast þessir tveir tónstigar ekki eiga mikla samleið með aðeins þrjá sameiginlega tóna. Nema hvað, að allir tónarnir í B7 eru sömu tónarnir og Cdúr nema þeir eru allir, hver um sig, hálftón neðar.
Sjöundarhljómurinn hefur því þá sérstöðu að hann virðist kalla á það að á eftir honum sé spilaður grunnhljómurinn. Þessvegna er hann kallaður Leading Tone því hann virðist leiða mann áfram að grunntóninum.
—
Í stuttu máli..
Þegar velja á hljóma /skala sem passa við grunnhljómin er goggunarröðin þessi:
VI = sexund eða mediant (meðaltónn)eða “relative-minor”
V = fimmund eða dominant (ráðandi)
IV = fjórund eða sub-dominant (næst-ráðandi)
III = þríund eða sub-mediant (næst-meðaltóni)
II = tvíund eða super-tonic (yfir-grunntóni)
VII = sjöund eða Leading Tone (Leiðandi Tónn)
Alla þessa hljóma er auðveldlega hægt að lesa út úr fimmundarhringnum, miðað við hvaða tóntegund sem er, með lítilli æfingu.
—
Til þess að vita meira um fræðin á bakvið það hvernig sumir hljómar kalla á aðra hljóma frekar en hina (líkt og með sjöundina) er gott að kynna sér hugtak sem kallast á ensku “cadance” (gæti þýðst sem “hljóma-föll”), en það er efni í aðra grein sem ég skrifa kanski síðar :)
Þangað til, skemmtið ykkur við að improvisera eftir fimmundarhringnum, það er auðvelt að búa til tónlist !! wheeeeee !! ;)
“Humility is not thinking less of yourself,