Mig langaði að koma af stað smá umræðu um það hvað mönnum finnst um multi-effecta og analog kubbana. Hvort er betra, hvað hentar hverju sinni. T.d. eru multigræjurnar betri í upptökum? og analog kubbarnir betri live?
Persónulega hef ég alltaf verið hrifnari af svona multi græjum, þær eru ódýrari en kubbarnir. Miðað við hvað er mikið af effektum í þeim plús það að kubbunum fylgir mikið snúruvesen og straumsnúrubögg.
ég tek það fram að ég er ekki að tala um einhverja ódýra multieffecta á 15000 kall, heldur svona alvöru græjur eins og Pod-inn eða GT 8 frá Boss.
Um þetta má sennilega þrasa endalaust og auðvitað fer þetta bara eftir smekk manna. Ég nota multigræju í minni hljómsveit en hinn gítarleikarinn er með bretti með kubbum.
Sem dæmi má nefna að í einu laginu þarf að breyta það mikið um sánd að hann þarf að standa í hælana á báðum fótum í einu til að geta svo ýtt á tvo kubba í einu á sama augnablikinu :)
Svona fimleika sleppur maður við þegar maður er með multigræju, en hreyfing er náttúrulega af hinu góða.
Endilega komið með komment um það hvað ykkur finnst, hvað þið notið og af hverju.