Nú þegar að sumarið nálgast fer maður meir og meir að velta fyrir sér fýsilegum græjum til viðbótar í safnið sitt. Kannski ætti maður að byrja á því að koma með lista yfir það sem að ég á og það sem ég er að leita af.
Riggið mitt er ekki stórt í sniðum:
Ibanez AM73T->
PODxt Live ->
Fender Twin Reverb '65 RI
Auk þess á ég Boss PW-10 wah sem ég sé ó svo eftir að hafa keypt.
Aftur að aðalefni greinarinnar, ég hef verið að skreppa í ýmsar hljóðfæraverslanir um bæinn og skoðað netið mikið nýverið vegna þess að ég er enn að leita af góðum overdrive/distortion effect, þar sem að twin reverbinn er fullkomlega clean, ekki neitt od(amk ekki fyrr en að magnarinn er kominn upp í 7-10, r***ndi eyrunum á þér). Ég hélt að málið væri dautt þegar að ég keypti Podinn en hann hefur alls ekki verið að standa undir væntingum þegar spilað er á háum styrk, t.d á tónleikum, en þá er distortionið úr því boxi flatt og unresponsive(?). Aðrir effectar s.s chorus, delay, flanger, phaser og reverb virka mjög vel, líka í háum styrk. Ekki misskilja mig, Podinn er mjög góður í því sem að hann var upprunalega hannaður til að gera, tengdur heima við tölvu sem upptökuformagnari lætur hann ljós sitt skína eftir smá compression eftirá. Burtfrá poddinum, ég hef verið að spá í að fá mér eftirfarandi:
1. Tonebone Hot British
Hot British frá Tonebone er True-Bypass pedall með einum 12AX7 lampa. Pedallinn hljómar eins og Marshall overdrivið sem að flestir eru vitlausir í , og þetta eru engar ýkjur, þessi pedall er með þeim bestu ef ekki besti distortion pedall sem ég hef prófað, ever. Ég vel hann fyrst og fremst þó af því að það er algert pain að finna almennilegan distortion pedal fyrir Twin Reverbinn, en Tonebone eru hannaðir með Fender Bassman í huga, sem Twin Reverbinn er “skyldur”. Hann er þó of heitur fyrir blúsinn, meira rokk. Í rauninni allt frá early-Zep til, tja dagsins í dag.
2. Fulltone OCD
Hefur fengið meðmæli náunga sem á eins magnara og ég og veit meira en ég um pedala og segir þennan vera þann eina sanna(hann á um 30 pedala). Þetta verður blúseffectinn minn. Hann verður þó eflaust mikið í gangi á lágum stillingum til þess að krydda hljóðið aðeins.
3. Dunlop Crybaby Original(eða Q-535)
Wahið í podinum er heldur ekki að gera sig, mér finnst það einhvern veginn ekki nógu “blautt”, þetta er spurning um feel býst ég við. Q535 langar mig að prófa vegna stillifítusanna á honum, og ef einhver hefur reynslu af honum þá endilega deila með mér!
4. Strat í kringum 50-90 þús kr. Hér á ég eftir að finna hinn eina rétta. Ég skoðaði stratta í hljóðfærahúsinu um daginn og sá 70's Stratocaster með stórum haus og maple hálsi á +/- 70þús. Hálsinn á honum bara just-felt-right. Fullkominn. Eftir smá stillingar væri hann geðveikur.
5. Boss NS-2 Noise Suppressor
Þó svo að Toneboneinn sé ekki noisy pedall er þetta líka bara hugsað til framtíðarinnar.
6. Boss TU-2 Tuner
Það hlaut að koma að því að ég keypti mér hann, hef notað Podinn sem tuner hingað til, og þegar að ég þar ekki lengur að drösla honum með mér á gigg eða æfingar er fínt að hafa tuner við höndina(þó svo tóneyrað mitt sé í fínu lagi :P).
Svo gæti vel verið að þessi listi breytist e-ð, hvort sem það bætist við hann eða öfugt. Svo ætla ég að fá mér e-ð lítið midi hljómborð fyrir reason og smíða mér bretti undir pedalana.
Hvað finnst ykkur um þessar fjárfestingar? Hvað ætlið þið að fá ykkur á komandi mánuðum?