Hér kemur smá ritgerð um fender.
Í upphafi rak Leo Fender viðgerðarverkstæði undir nafninu Fender´s Radio Service. Hann gerði við útvörp og magnara en hann tók að fikra sig áfram með að smíði á eigin mögnurum.
Árið 1940 gekk Clayton Orr (Doc) Kaufman, sem sinnti einnig viðgerðum, til liðs við hann. Þeir stofnuðu fyritækið K & F Manufacturing Corp. Auk viðgerða þróuðu þeir einnig framleiðslu á rafmagnshljóðfærum og mögnurum.
Fyrstu vörurnar komu á markað árið 1945. Það var Hawaiian lap steel gítar og magnari sem voru seldir saman í pakka. Þessu var svo vel tekið að Fender sannfærðist um að hann græddi meira á framleiðslu heldur en viðgerðum. Kaufman þorði ekki að taka þá áhættu svo þeir hættu samstarfinu í byrjun árs 1946.
Fender breytti nafni fyrirtækisins í Fender Electric Instrument Company. Hann seldi fyrirtækið árið 1965 til Columbia Broadcasting Systems (CBS).
Horft var til þess að CBS hafði yfir miklum fjölda starfsmann og fé að ráða og gat því hafið umfangsmeiri fjöldaframleiðslu á vörum Fenders. En margir litu seinni á þetta sem slæma þróun og töldu að gæðum hefði verið fórnað fyrir gróða.
Leo Fender hélt þó áfram að hanna rafmagnshljóðfæri og magnara. Fyrst fyrir fyrirtækið Music Man en seinna stofnaði hann G&L sem framleiðir hágæða gítara og bassa. CBS seldi hins vegar starfsfólki sínu fyrirtækið árið 1985 en við það breyttist nafnið í Fender Musical Instruments Corporation.
Fyrirtækiðið hefur haldið áfram að stækka fjölgað framleiðsluvörum sínum auk þess að bjóða áfram gömlu gerðirnar. Hágæðavörur fyrirtækisins eru framleiddar í Bandaríkjunum og Japan en ódýrari útgáfur eru framleiddar í Kína og Mexikó.
Nú er hægt að kaupa nýja Fender Stratocastera á sama verði og árið 1954, en slikar gerðir eru búnar til í Kína og Mexikó. Upphaflegu gerðirnar, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum, eru langvinsælastir. Japanskir Fenderar eru líka mjög virtir en þeir eru aðallega framleiddir fyrir japanskan markað.
Heimildir á wikipedia.