Ef þú vilt versla gítar, farðu niður í Tónastöðina. Andrés sem á hana hann er einn af þeim heiðarlegustu sem ég veit um.
Ef þér líst ekki vel á eitthvað eða veist t.d. um eða ert að leita að einhvern veginn gítar þá lætur hann þig vita hvar það er að finna.
Sem sagt maður sem hugsar um kúnnann.
Ekki byrja að glamra.
Því fyrr sem þú sækir námskeið því betra.
Ástæða : Ég byrjaði fyrir 8 árum og hef lært af sjálfum mér. Er kominn nokkuð langt, en væri kominn miklu lengra ef ég hefði farið að læra. Auk þess var ég heppinn að hafa það í mér að t.d. pikka rétt og þess háttar, því ef þú lærir af sjálfum þér þá kennirðu þér ósiði sem erfitt er að venja sig af þegar þú byrjar að læra.
Ég hef heyrt að það sé mjög fínar bækur eftir mann sem heitir Troy Stetina. Hann spilar metal tónlist, en þú lærir helling af því.
Síðan eru margar svona bækur í Tónastöðinni fyrir byrjendur og lengra komna.
Gítar : ef þú ert að leita að gítar, lærðu einn hljóm, E t.d., einfaldur. Sláðu hann (þú heyrir vonandi hvort hann sé réttur gítarinn) og notaðu sveifina ef hún er til staðar. Ef gítar verður falskur, skoðaðu annan.
Sláðu líka sama grip 12 böndum ofar (einkennist af 2 puntkum á hálsinum : , ef þú heyrir eitthvað öðruvísi annað en hæðina, þá skaltu skoða annan.
Hvernig þér finnst að halda á gítarnum. Þú finnur þetta út.
Vertu bara í sambandi ef þú vilt, ég skal veita þér smá ráðgjöf.
ViceRoy