Því meira sem maður lærir, því minna veit maður
Gibson og Epiphone
Ég hef æft á gítar nokkuð lengi, er að fara að byrja í hljómsveit og er að fara að kaupa mér minn fyrsta rafmagnsgítar. Mig langar mest í Gibson (Þá líklegast Les Paul) en á því miður ekki fyrir einum svoleiðis, því Gibson gítarar eru ógeðslega dýrir. Þá var ég að spá í að fá mér Epiphone gítar, en Epiphone er dótturfyrirtæki Gibson, sem selur eins gítara, munurinn er sá að gítararnir frá Epiphone eru ódýrari og náttúrulega ekki eins góðir og “alvöru” Gibson gítarar, en ég vil vita hversu góðir Epiphone gítarar eru miðað við aðra framleiðendur t.d. Fender, Gibson, Squier, Ibanez o.s.frv. Allar ráðleggingar væru vel þegnar.